Reykjavíkurbiskupsdæmi

Péturssókn og Péturskirkja 25 ára

Við óskum hl. Péturssókn og hl. Péturskirkju innilega til hamingju í tilefni af 25 ára afmælinu!!

Sunnudaginn 30. mars flutti Davíð biskup hátíðarmessu í Péturskirkju til að fagna aldarfjórðungsafmæli bæði Péturssóknar og Péturskirkju á Akureyri. Kirkjan skartaði sínu fegursta í bleikum lit enda er rósrauður liturgískur litur fjórða sunnudags í föstu. Það var húsfyllir enda tóku rúmlega 100 kirkjugestir þátt í hátíðarhöldum.
Áður en messan hófst sögðu fjórir lesarar frá sögu safnaðarins.
Við lok messu flutti bæjarfulltrúi, Lára Halldóra Eiríksdottir, ávarp fyrir hönd bæjarstjórans.
Að messu lokinni blessaði biskupinn nýja álmu safnaðarheimilisins – og þá var glatt á hjalla.