Bænir

Signingin

Í nafni Föðurins og Sonarins og hins Heilaga Anda.

Amen.

Faðir vor

Faðir vor, þú sem ert á himnum,
helgist þitt nafn,
komi þitt ríki,
verði þinn vilji
svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum,
og eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.

Maríubæn

Heil sért þú María, full náðar. Drottinn er með þér, blessuð ert þú meðal kvenna, og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús. Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen.

Lofgerðarbæn

Dýrð sé Föðurnum og Syninum og hinum Heilaga Anda. Svo sem var í öndverðu, er enn og verður ávallt og um aldir alda. Amen.

Rósakransbænir

Signingin

Í nafni Föðurins og Sonarins og hins Heilaga Anda.  Amen.

Postulleg trúarjátning

Ég trúi á Guð Föður almáttugan,
skapara himins og jarðar.
Og á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn;
sem getinn er af Heilögum Anda,
fæddur af Maríu mey;
leið undir valdi Pontíusar Pílatusar,
var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar,
reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, sté upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs Föður almáttugs
og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á Heilagan Anda,
heilaga kaþólska kirkju, samfélag heilagra,
fyrirgefningu syndanna,
upprisu holdsins og eilíft líf.  Amen.

Faðirvorið

Faðir vor, þú sem ert á himnum,
helgist þitt nafn,
komi þitt ríki,
verði þinn vilji
svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum,
og eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.

Maríubæn

Heil sért þú María, full náðar.
Drottinn er með þér;
blessuð ert þú meðal kvenna;
og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús.
Heilaga María, Guðsmóðir,
bið þú fyrir oss syndugum mönnum,
nú og á dauðastundu vorri.  Amen.

Lofgerðarbæn

Dýrð sé Föðurnum
og Syninum
og hinum Heilaga Anda.
Svo sem var í öndverðu,
er enn og verður ávallt
og um aldir alda. Amen.

Fatima bæn

Ástkæri Jesús fyrirgef þú oss syndir vorar.
Forða oss frá logum heljar.
Leið allar sálir til himna,
sérstaklega þær sem þurfa mest á miskunn þinni að halda. Amen.

Salve Regina

Heil sért þú, drottning,
móðir miskunnarinnar,
lífs yndi og von vor, heil sért þú.
Til þín hrópum vér, útlæg börn Evu.
Til þín andvörpum vér,
stynjandi og grátandi í þessum táradal.
Talsmaður vor,
lít þú miskunnarríkum augum þínum til vor
og sýn þú oss,
eftir þennan útlegðartíma, Jesú,
hinn blessaða ávöxt lífs þíns,
milda, ástríka og ljúfa María mey.
Bið þú fyrir oss, heilaga Guðsmóðir.
Svo að vér verðum makleg fyrirheita Krists. Amen.

Bæn Leós páfa XIII

Ó, Guð, sem gafst oss þinn eingetinn Son sem með lífi sínu, dauða og upprisu hefur aflað oss umbunar eilífs lífs, vér sárbænum þig að með íhugun þessara helgu leyndardóma hins alhelga rósakrans sællar Maríu megum vér bæði líkja eftir inntaki þeirra og öðlast það sem þeir gefa fyrirheit um. Fyrir hinn sama Krist, Drottin vorn. Amen.

Postulleg trúarjátning

Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar. Og á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey, leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, sté upp til himna, situr við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á Heilagan Anda, heilaga kaþólska kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf. Amen.

Engill Drottins

Engill Drottins flutti Maríu fagnaðar­boðskapinn,

–  og hún fékk getnað af Heilögum Anda.

Heil sért þú, María…

Sjá, ég er ambátt Drottins,

–  verði mér eftir orði þínu.

Heil sért þú, María…

Og Orðið varð hold

–  og bjó meðal vor.

Heil sért þú, María…

Bið fyrir oss, heilaga Guðsmóðir.

  • Svo að vér verðum makleg fyrirheita Krists.

Vér skulum biðja:

Vér biðjum þig, Drottinn, úthell náð þinni í hjörtu  vor, svo að vér, sem fyrir fagnað­arboðskap engilsins höfum orðið þess vísari að Sonur þinn er maður orðinn, verðum fyrir þjáningar hans og kross leiddir til upprisu dýrðarinnar. Fyrir Krist, Drottin vorn. Amen.