Börn & ungmenni

Trúfræðsla

Kaþólska Kirkjan á Íslandi býður upp á kaþólska trúfræðslu. Fræðsluna annast prestar, reglusystur og leikmenn. Biskupsdæmið hefur gefið út trúfræðslurit og vinnubækur á íslensku. Trúfræðslan felst einkum í undirbúningi barna frá 7 til 14 ára aldurs, vegna móttöku sakramentanna. Prestar eða systur skipuleggja sérstaka kvertíma víðsvegar um landið handa börnum sem aðeins tala eða skilja pólsku eða ensku. Börn sem búa fjarri þeim stöðum þar sem skipulögð trúfræðsla fer fram geta tekið þátt í bréfaskóla. Um hann sér Séra Denis O´Leary.

Séra Denis veitir nánari upplýsingar í s. 862 8246 

Einnig er hægt að senda tölvupóst: catechism@catholica.is

Trúfræðslurit Kaþólsku Kirkjunnar

Löngunin eftir Guði er letruð í hið mannlega hjarta vegna þess að maðurinn er skapaður af Guði og fyrir Guð; og Guð dregur manninn linnulaust til sín. Einungis í Guði mun maðurinn finna sannleikann og hamingjuna sem hann leitar sleitulaust. (Trúfræðslurit Kaþólsku Kirkjunnar 27).

Lumen gentium – Stjórnskipun kirkjunnar (á ensku)

Trúfræðslurit Kaþólsku Kirkjunnar

Efnisyfirlit

Postulleg reglugerð

Formáli (1-25)

Trúarjátningin

1. hluti – 1. þáttur (26-184)

1. hluti – 2. þáttur (185-1065)

Leyndardómur Kristninnar hafður um hönd

2. hluti – 1. þáttur (1066-1209)

2. hluti – 2. þáttur (1210-1690)

Líf í Kristi

3. hluti – 1. þáttur (1691-2051)

3. hluti – 2. þáttur (2052-2557)

Kristin bæn

4. hluti (2558-2865)

 

Mikilvægt að kenna lifandi trúfræðslu

Viðtal sem birtist í Morgunblaðinu 20. mars 2018:

Unn­ur Guðný María Gunn­ars­dótt­ir hef­ur ásamt prest­um leitt börn­in í kaþólsku kirkj­unni í Reykja­vík í ferm­ing­ar­fræðslunni í vet­ur. Að henn­ar sögn er fræðslan í stöðugri þróun en áhersl­an í aukn­um mæli lögð á anda lif­andi trú­ar með kær­leiks­ríkri nálg­un þar sem börn­in hafa fengið tæki­færi til að æfa sig í ýms­um verk­efn­um til að styrkja sig í trúnni.

„Við fylgj­um nám­skrá frá Páfag­arði líkt og aðrar Norður­landaþjóðir, för­um yfir sjö sakra­menti kaþólskr­ar trú­ar, boðorðin, trú­ar­játn­ing­una, bæn­ina og al­menna biblíu­fræðslu. Einnig leggj­um við áherslu á að kenna gildi krist­inn­ar trú­ar, til að mynda hvað það merk­ir í raun og veru að vera krist­in mann­eskja.Við ræðum við ferm­ing­ar­börn­in um helgisiðina, t.d. um það sem fram fer í mess­unni, og ger­um það á tungu­máli sem þau skilja.

Svo höf­um við verið að ræða um kær­leik­ann í víðu sam­hengi og fræðum um það sem Bibl­í­an kenn­ir um hann, það sem Jesús sagði og kenndi um kær­leik­ann og hvernig við get­um orðið læri­svein­ar Jesú hér á jörðinni, verið ljós af ljósi og kær­leiks­boðber­ar hans í lif­anda lífi.“

Kær­leiks­bréf í heima­verk­efni

Sem dæmi nefn­ir Unn­ur Guðný að þau hafi í vet­ur farið í æf­ingu þar sem þau sátu í hring með kerti og sögðu kær­leiks­ríka hluti við mann­eskj­una sem sat við hliðina á þeim. „Eins æfðu ferm­ing­ar­börn­in sig í að skrifa kær­leiks­bréf til ein­hvers sem þeim þykir vænt um, og marg­ir vildu skrifa fleiri en eitt bréf. Síðan var eitt af heima­verk­efn­un­um í vet­ur að vinna kær­leiks­verk fyr­ir aðra, en eitt af verk­un­um var þannig að þau máttu ekki láta vita að þau hefðu unnið verkið, svo sem að skafa snjó og ís af bíl fyr­ir ókunn­uga og fleira í svipuðum dúr.“

Unn­ur seg­ir að þau hafi verið dug­leg að æfa sig í bæn­inni í vet­ur og börn­in hafi verið hvött til að líta inn á við, finna hvernig þeim líður í hjart­anu og segja Jesú það með sín­um eig­in orðum, það sé mik­il­væg­ur hluti bænar­inn­ar.

Jesús þeirra besti vin­ur

„Von okk­ar er að þau finni að Jesús er þeirra besti vin­ur, og hann er alltaf til staðar og hlust­ar alltaf. Við biðjum sam­an og ferm­ing­ar­börn­in bjuggu einnig til bæn sam­an sem hóp­ur. Og svo er það rósakr­ans­bæn­in, bæn­in til heil­agr­ar Guðsmóður, en hún er mik­il­væg­ur hluti kaþólskr­ar trú­ar. Við bjugg­um til rósakr­ans úr kert­um í kirkj­unni og kveikt­um á kerti fyr­ir hverja bæn og hug­leidd­um leynd­ar­dóma hans, en rósakr­ans­bæn­in er fal­legt boð heil­agr­ar Guðsmóður um að fær­ast nær Jesú fyr­ir milli­göngu henn­ar.

Einnig höf­um við verið dug­leg að leika og skemmta okk­ur og meðal ann­ars fór­um við í óvissu­ferð sem byggðist á rat­leik. Rat­leik­ur­inn sner­ist um að leysa páfa úr haldi en bisk­up okk­ar, Davíð Tencer, tjáði börn­un­um að morgni dags að Frans páfa væri haldið föngn­um ein­hvers staðar á Íslandi og Páfag­arður hefði óskað eft­ir aðstoð hóps­ins við að finna hann. Hóp­ur­inn leysti þraut­ir og orðal­eiki og fór með bæn­ir til að fá vís­bend­ing­ar, en leik­ur­inn barst meðal ann­ars í Kar­melk­laust­ur og St. Jós­efs­kirkju í Hafnar­f­irði. Páfi fannst svo að lok­um bund­inn í skrúðhúsi í Krists­kirkju og urðu mikl­ir fagnaðar­fund­ir þegar hann var frelsaður.“

Hvaða áhrif hef­ur ferm­ing­ar­fræðslan á okk­ur sem full­orðin erum?

„Það er talið að heil­ag­ur Frans frá Ass­isi hafi sagt: „Boðið fagnaðar­er­indið en notið orð ef nauðsyn­legt er.“ Það hef­ur því verið mik­il hvatn­ing fyr­ir okk­ur sem stönd­um að þessu að leit­ast við að gera þetta sem best úr garði. Við leggj­um okk­ur fram við að fræðslan sé vönduð en jafn­framt skemmti­leg og að ferm­ing­ar­börn­un­um finn­ist þau vera mik­il­væg­ur hluti af kirkj­unni, sem er í raun stór fjöl­skylda.“

„Fyr­ir mig hef­ur þetta verið ein­stak­lega gef­andi starf, þar sem í raun og veru má segja að börn­in hafi verið að gefa mér ekki síður en ég þeim. Þau eru svo lif­andi, hug­mynda­rík og skemmti­leg. Ég get varla sett það í orð hvað þau eru frá­bær,“ seg­ir Unn­ur.

Hvaða til­gang hef­ur ferm­ing­in í kaþólskri trú?

„Ferm­ing­ar­sakra­mentið felst fyrst og fremst í að við ját­um að Jesús er leiðtogi lífs okk­ar. Við ferm­ing­una hljót­um við sjö gjaf­ir Heil­ags anda; vís­dóm, skiln­ing, ráðspeki, kraft, þekk­ingu, guðrækni og guðsótta, sem allt er mik­il­vægt vega­nesti í lífs­ins ólgu­sjó. Við ferm­ing­una staðfest­ist að heil­ag­ur andi var mót­tek­inn í skírn­inni og hún inn­sigl­ar að fullu að við til­heyr­um Guði og erum full­gild­ir meðlim­ir kirkju hans.“

Til hvers er ætl­ast af þeim sem til­heyra kirkj­unni og vilja vera virk­ir í trúnni?

„Í kaþólskri trú er ætl­ast til þess að kaþólsk­ir leik­menn séu við messu á sunnu­dög­um og aðra lög­bundna kirkju­daga, sem eru nokkr­ir í kirkju­ár­inu. Þeir eru 1. janú­ar – stór­hátíð Maríu Guðsmóður; pásk­ar; upp­stign­ing­ar­dag­ur; 15. ág­úst – upp­n­umn­ing Maríu til himna; 1. nóv­em­ber – allra­heil­agra­messa og jóla­dag­ur. Einnig er ætl­ast til að fólk gangi til skrifta minnst einu sinni á ári.“

Bæna­syst­ur og kær­leiks­boðber­ar

Mig lang­ar að spyrja þig aðeins út í nunn­urn­ar í Hafnar­f­irði og Kær­leiks­boðber­ana, hvað kenna þær okk­ur?

„Kar­melnunn­urn­ar í Hafnar­f­irði til­heyra bæna- og hug­leiðslu­reglu og til­einka líf sitt bæn­inni. Það er mjög dýr­mætt að hafa þær í sam­fé­lagi okk­ar. Til þeirra leit­ar stór hóp­ur fólks, bæði kaþólsk­ir og lút­ersk­ir, með ósk um fyr­ir­bæn á hverj­um degi, t.d. fyr­ir veik­um ást­vin­um o.s.frv. Í klaustr­inu búa tólf Kar­melnunn­ur sem helga sig bæn­inni í um átta klukku­stund­ir á sól­ar­hring. Þær tala ís­lensku og reka fal­lega versl­un sem sel­ur hand­verk og gjafa­vöru sem þær fram­leiða. Messað er í klaustr­inu á hverj­um degi og þangað koma marg­ir sér­stak­lega til að heyra tónlist systr­anna. Kar­melnunn­ur sinna einnig and­legri hand­leiðslu í bæna­lífi fyr­ir marga.

Í St. Jós­efs­kirkju og í Stykk­is­hólmi eru einnig syst­ur, þern­ur Drott­ins og Maríu meyj­ar frá Matará, en þær sinna mik­il­vægu safnaðar- og æsku­lýðsstarfi ásamt trú­fræðslu.

Kær­leiks­boðber­ar móður Teresu eru regla sem hef­ur það að meg­in­mark­miði að hlúa að okk­ar minnstu bræðrum og systr­um. Þær sinna óeig­in­gjörnu mannúðar­starfi. Þær heim­sækja til að mynda elli­heim­ili og fang­elsi og sinna trú­fræðslu. Þær reka mat­sal sem er opnaður þegar mörg­um gisti­skýl­um borg­ar­inn­ar er lokað á morgn­ana. Þangað streym­ir fólk úr ýms­um átt­um og fær morg­un­verð, fé­lags­skap, and­leg­an stuðning og hlýju. Þar er öll­um mætt með brosi og Teresu­syst­urn­ar láta verk­in tala.

Á Íslandi er einnig reglu­fólk á Ak­ur­eyri og svo er munkaklaust­ur Kapús­ína á Reyðarf­irði.

All­ar þess­ar kon­ur og karl­ar sem hafa helgað líf sitt þjón­ustu í þágu krist­inn­ar trú­ar eru mik­il­væg­ar fyr­ir­mynd­ir ungs fólks á Íslandi í dag.“

Eitt­hvað að lok­um?

„Ég vil nota tæki­færið og óska öll­um þeim börn­um, sem hafa tekið þá ákvörðun að ferm­ast í vor, hjart­an­lega til ham­ingju með ákvörðun­ina og ég sam­gleðst þeim inni­lega í hjart­anu.“