Trúfræðsla fyrir börn & ungmenni í Reykjavíkurbiskupsdæmi

Trúfræðsla

Kaþólska Kirkjan á Íslandi býður upp á kaþólska trúfræðslu. Fræðsluna annast prestar, reglusystur og leikmenn. Biskupsdæmið hefur gefið út trúfræðslurit og vinnubækur á íslensku. Trúfræðslan felst einkum í undirbúningi barna frá 7 til 14 ára aldurs, vegna móttöku sakramentanna. Prestar eða systur skipuleggja sérstaka kvertíma víðsvegar um landið handa börnum sem aðeins tala eða skilja pólsku eða ensku. Börn sem búa fjarri þeim stöðum þar sem skipulögð trúfræðsla fer fram geta tekið þátt í bréfaskóla. Um hann sér Séra Denis O´Leary.

Séra Denis veitir nánari upplýsingar í s. 862 8246 

Einnig er hægt að senda tölvupóst: catechism@catholica.is

Trúfræðslurit Kaþólsku Kirkjunnar

Löngunin eftir Guði er letruð í hið mannlega hjarta vegna þess að maðurinn er skapaður af Guði og fyrir Guð; og Guð dregur manninn linnulaust til sín. Einungis í Guði mun maðurinn finna sannleikann og hamingjuna sem hann leitar sleitulaust. (Trúfræðslurit Kaþólsku Kirkjunnar 27).

Lumen gentium – Stjórnskipun kirkjunnar (á ensku)

Trúfræðslurit Kaþólsku Kirkjunnar

Efnisyfirlit

Postulleg reglugerð

Formáli (1-25)

Trúarjátningin

1. hluti – 1. þáttur (26-184)

1. hluti – 2. þáttur (185-1065)

Leyndardómur Kristninnar hafður um hönd

2. hluti – 1. þáttur (1066-1209)

2. hluti – 2. þáttur (1210-1690)

Líf í Kristi

3. hluti – 1. þáttur (1691-2051)

3. hluti – 2. þáttur (2052-2557)

Kristin bæn

4. hluti (2558-2865)

Trúfræðsla fyrir börn & ungmenni - Skólaárið 2023 til 2024

Krist Konungssókn

Sókn hl. Jóhannesar Páls II

Maríusókn

Sókn hl. Frans frá Assisi

Hl. Péturssókn

Sókn hl. Jóhannesar postula

Hl. Jósefssókn

Sókn hl. Þorláks