Missio Nordica uglan – skemmtilegt föndur með tilgang

Undir hatt Missio Nordica sameinast Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð, sem aftur heyrir undir alþjóðlegt net hjálparstarfs sem aðstoðar trúboðskirkjur og samfélög í neyð.

Hugmyndin að „Missio Norðurheimsskautsuglunni“ á rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að við búum við norðurheimskautsbauginn og einnig  til orða Jesaja spámanns 34:15, sem sagði: „Uglan mun annast unga sína.“

Ef þið viljið styðja við verkefni okkar og hjálpa börnum í neyð skuluð þið fylgja leiðbeiningunum hér að neðan:

Nr. 1 Prentið og klippið út og setjið Missio heimskautsugluna saman

Nr. 2 Geymið hana heima hjá ykkur.

Nr. 3 Setjið í hana bænir fyrir félögum ykkar og kannski nokkrar krónur sem verða sendar þeim.

Nr. 4 Látið sóknarprestinn ykkar fá hana.

Við þörfnumst hjálpar ykkar til að stuðla að því að allt fólk megi yfirstíga óréttlæti, vanvirðingu og misrétti rótgróinnar fátæktar.

Við tökum við framlögum á reikninginn: 0513-14-402966

Kennitala: 680169-4629