Stjórn Reykjavíkurbiskupsdæmis
Kaþólska Kirkjan er alheimskirkja, undir forystu páfa og biskuparáða. Auk þess að vera æðsti andlegi leiðtogi kirkjunnar er páfi yfirmaður minnsta sjálfstæða ríkis heims, Vatíkansins, sem er staðsett innan borgarmarka Róm.
Í og við Vatíkanið er einnig að finna forystu eða stjórn kirkjunnar – svokallað Roman Curie. Páfi gegnir starfi sínu í náinni samvinnu við ráðgjafa sína, kardínálana.
Yfirleitt er hvert biskupsdæmi leitt af biskupi sem stýrir daglegum rekstri biskupsdæmisins en lýtur boðvaldi Páfagarðs. Kaþólska Kirkjan á Íslandi er eitt biskupsdæmi. Biskupssetur er í Landakoti í Reykjavík og biskupskirkjan (dómkirkja) er Kristskirkja í Landakoti. Þessi kirkja er einnig ‘Basilíka’ eða höfuðkirkja, sú eina á Norðurlöndum.
Í Reykjavíkurbiskupsdæmi eru átta sóknir: Kristssókn, Sókn hl. Jóhannesar postula, St. Maríusókn, St. Jósefssókn, St. Péturssókn, St. Þorlákssókn, sókn St. Jóhannesar Páls II og sókn hl. Frans frá Assisi.
Páfi
Biskupsdæmið Reykjavík tilheyrir Rómversk Kaþólsku Kirkjunni. Höfuðstjórnandi hennar er hinn Heilagi Faðir Frans páfi.
Frans páfi er fæddur 17. desember 1936 í Buenos Aires og skírður Jorge Mario Bergoglio.
Jorge Mario Bergoglio var vígður til prests 13. desember 1969, tilnefndur kardínáli 21. febrúar 2001, kjörinn páfi 13. mars 2013 og settur í embætti Rómarbiskups þann 19. mars 2013. Frans páfi er sá 266. í röð páfa, frá upphafi.
His Holiness, Pope Francis
Secretariat of State
Apostolic Palace
00120 Vatican City
www.vatican.va
Sendiherra páfa á Norðurlöndum
Á Norðurlöndum (Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð) er sendiherra páfa, nuntius apostolicus, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi. Nú gegnir því embætti Msgr. Julio Murat.
Julio Murat erkibiskup fæddist í Karsiyaka í Tyrklandi 18. ágúst 1961. Hann var vígður í erkibiskupsdæminu í Izmir í Tyrklandi 25. maí 1986 og er með doktorsgráðu í kirkjurétti. Eftir að hafa gengið til liðs við utanríkisþjónustu Páfagarðs 1. janúar 1994 hefur hann starfað í eftirtöldum löndum: Indónesíu, Pakistan, Hvíta-Rússlandi og Austurríki, auk þess að starfa á skrifstofu utanríkisráðuneytis Páfagarðs.
Julio Murat var skipaður erkibiskup af Orange og postullegur nuncio í Sambíu árið 2012 og tók við biskupsembætti skömmu síðar. Sem postullegur nuncio hefur hann starfað í Malaví (2012-18), Kamerún (2018-2022) og Miðbaugs-Gíneu (2018-2022).
Auk tyrknesku talar hann frönsku, ensku, ítölsku, þýsku og grísku.
Sendiherra páfa
Titillinn „postullegur nuncio“ er notaður yfir diplómata sem gegna stöðu sendiherra, sendur af Páfagarði. Orðið ‘nuntius’ kemur úr latínu og þýðir ‘boðberi’.
Nuncio páfa er yfirmaður fulltrúa Páfagarðs í öðrum löndum eða hjá alþjóðastofnunum. Nuncio hefur stöðu sendiherra. Hann sér venjulega einnig um samskipti Páfagarðs og Kaþólsku kirkjunnar á staðnum. Nuncio mun oftast vera preláti með tign biskups, erkibiskups eða æðri.
Julio Murat tekur við af Monsignor James Patrick Green, erkibiskupi í Altinum, sem hefur verið postullegur nuncio Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og Íslands á árunum 2017 til 2022.
Virðulegi sendiherra Mgr. Julio Murat
Tel. (+46) 8 446 51 10
Svalnäsvägen 10. SE-182 63 Djursholm, Sweden
nunciature@telia.com
Reykjavíkurbiskup
Á biskupsstóli í Reykjavík situr nú Herra David Bartimej Tencer OFMCap. Hann fæddist 18. maí 1963 í Nová Baňa. Hann hlaut prestvígslu 15. júlí 1986 í Banská Bystrica í Slóvakíu fyrir biskupsdæmið Banská Bystrica, var aðstoðarsóknarprestur í Hriňova og síðar aðstoðarprestur í Zvolen. Hann varð stjórnandi prestakallsins í Sklenne Teplice árið 1989 og 1989 í Podkonice.
Hann bað biskup sinn að leysa sig undan embættisskyldum svo að hann gæti gengið í reglu kapúsína og árið 1990 hóf hann reynslutíma sinn. Hann vann fyrstu trúarheit sín árið 1991 í Podkonice. Árið 1992 hóf hann nám í trúarhefðum fransiskana í Antonianum-háskólanum í Róm og lauk því með lísentíatsprófi 1994. Hann vann hátíðlegt lokaheit í Fæðingarkirkju heilags Jóhannesar skírara í Kremmnické Bane – Johanesberg.
Hann varð stjórnandi prestakallsins í Holíč eftir að hann kom heim frá Róm, ráðgjafi nýmunka og félagi í ráðgjafanefnd stjórnanda reglunnar. Árið 1996 var hann fluttur til Raticovvrch í Hriňova þar sem hann var ráðgjafi nýmunka til 2000 og yfirmaður klaustursins til 2003. Hann hóf kennslu um áramótin 2001-2002 og kenndi predikunar- og andlega guðfræði til ársins 2004 í prestaskólanum í Badin. Hann varð forstöðumaður samfélagsins í Žilina 2003 og kenndi andlega guðfræði í Stofnun heilags Tómasar frá Akvínó til 2004
Davíð biskup kom til Íslands árið 2004, var skipaður aðstoðarprestur í Maríusókn í Breiðholti í Reykjavík og hóf um leið íslenskunám. Árið 2007 var hann skipaður sóknarprestur í sókn heilags Þorláks á Reyðarfirði. Hann er félagi í prestaráði og ráðgjafanefnd Reykjavíkurbiskupsdæmis.