Páfagarður

Hvíl í friði Frans páfi

Í morgun, annan dag páska, 21. apríl 2025 barst okkur sú harmafregn að Frans páfi okkar væri látinn. Ásamt öllum prestum, reglufólki og trúuðum í Reykjavíkurbiskupsdæmi sameinumst við Kaþólskum um allan heim og biðjum fyrir sál hans.

+David Tencer biskup OFMCap.

David Tencer biskup ásamt fleiri prestum Reykjavíkurbiskupsdæmis munu halda sérstaka minningarmessu og bænastund fyrir sálu Frans páfa í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti þriðjudaginn 22. april kl. 18.00.

Allir eru velkomnir