Msgr. Julio Murat, erkibiskup og sendiherra páfa á Norðurlöndum, kom til Íslands á föstudeginum 18. október. Heimsóknin sem stóð til þriðjudagsins 22. október var viðburðarrík. Á laugardaginn hélt Msgr. Murat ásamt David biskup til Ísafjarðar, þar sem þeir messuðu og dvöldu fram á sunnudag. Á mánudaginn söng erkibiskup messu kl. 18.00 í Dómkirkju Krists Konungs í Landakoti. Sama dag fór hann einnig á fund nýskipaðaðs biskups Lútersku kirkjunnar á Íslandi, Frú Guðrúnu Karls Helgudóttir. Daginn eftir, þriðjudag, las erkibiskup messu í kapellu Teresusystra í Ingólfsstræti. Þá hélt hann einnig, ásamt séra Piotr, til Selfoss að skoða framkvæmdir við byggingu nýja kirkjunnar okkar að Móavegi 6. Á miðvikudagsmorgun lauk heimsókn sendiherra páfa og hann hélt heim til aðseturs síns í Stokkhólmi.
—
Um Msgr. Julio Murat
Á Norðurlöndum (Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð) er sendiherra páfa, nuntius apostolicus, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi.
Msgr. Julio Murat hefur gengt embættinu frá 9. nóvember 2022. Julio Murat erkibiskup fæddist í Karsiyaka í Tyrklandi 18. ágúst 1961. Hann var vígður í erkibiskupsdæminu í Izmir í Tyrklandi 25. maí 1986 og er með doktorsgráðu í kirkjurétti. Eftir að hafa gengið til liðs við utanríkisþjónustu Páfagarðs þann 1. janúar 1994 hefur hann starfað í eftirtöldum löndum: Indónesíu, Pakistan, Hvíta-Rússlandi og Austurríki, auk þess að starfa á skrifstofu utanríkisráðuneytis Páfagarðs.
Julio Murat var skipaður erkibiskup af Orange og postullegur nuncio í Sambíu árið 2012 og tók við biskupsembætti skömmu síðar. Sem postullegur nuncio hefur hann starfað í Malaví (2012-18), Kamerún (2018-2022) og Miðbaugs-Gíneu (2018-2022).
Auk tyrknesku talar hann frönsku, ensku, ítölsku, þýsku og grísku.
Um sendiherra páfa
Titilinn „postullegur nuncio“ bera diplómatar sem gegna stöðu sendiherra Páfagarðs.
Orðið ‘nuntius’ kemur úr latínu og þýðir ‘boðberi’.
Nuncio páfa er yfirmaður fulltrúa Páfagarðs í öðrum löndum eða hjá alþjóðastofnunum. Nuncio hefur stöðu sendiherra. Hann sér venjulega einnig um samskipti Páfagarðs og Kaþólsku kirkjunnar á staðnum. Nuncio mun oftast vera preláti með tign biskups, erkibiskups eða æðri.
Julio Murat tók við af Monsignor James Patrick Green, erkibiskupi, sem var postullegur nuncio Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og Íslands á árunum 2017 til 2022.