Páfagarður

„Dilexit nos“: Nýtt páfabréf Frans páfa

„Hann elskaði okkur,“ segir heilagur Páll um Krist (Róm 8:37), til þess að útskýra fyrir okkur að ekkert getur nokkurn tíma „gert okkur viðskila“ við kærleika Hans (Róm 8:39).

Á þessum orðum Páls postula hefst fjórða páfabréf Frans páfa: „Dilexit nos“ („Hann elskaði okkur“). Megininntak bréfsins eru hugleiðingar páfa um „mannlegan og guðlegan kærleika hjarta Jesú Krists“ og ákall eftir endurnýjun sannrar trúrækni sem hindrar að við gleymum mildi trúarinnar, gleðinni sem felst í þjónustu og eldmóð boðunar.

Bréf páfa er tileinkað kærleika hjarta Jesú Krists: „Opið hjarta hans hefur farið á undan okkur og bíður okkar skilyrðislaust og óskar aðeins eftir því að bjóða okkur kærleika sinn og vináttu,“ skrifar páfi. „Því að „hann elskaði oss“ (sbr. 1Jh 4:10). Vegna Jesú „þekkjum vér kærleikann, sem Guð hefur á oss, og trúum á hann.“ (1Jh 4:16).“

Related Posts