Missio

Allir skírðir eru kallaðir til trúboðs

Gerið ykkur í hugarlund að þið hafið gert eitthvað slæmt – eitthvað sem þið hétuð að þið mynduð aldrei gera en gerðuð samt. Svo reynið þið að hunsa samvisku ykkar en vitið að þið eruð sek. Hvað getið þið gert?

Við sem erum Kaþólsk á Íslandi erum svo lánsöm að geta tekið á móti skriftasakramentinu hvenær sem við þurfum á því að halda. Við færum syndir okkar fram fyrir Guð og biðjum um fyrirgefningu hans. Þegar presturinn veitir okkur aflausn, vitum við að okkur hefur verið fyrirgefið.

En ímyndið ykkur að þið búið í landi þar sem næsti prestur er í fimmhundruð kílómetra fjarlægð? Væri ykkur unnt að taka á móti sakramentunum sem þið þarfnist? Og hvað ef þið vissuð ekki hver Jesús væri – hvernig mynduð þið komast að því að hann elskar ykkur og dó í raun fyrir ykkur?!

Október er trúboðsmánuður. En allt árið um kring berum við öll ábyrgð á að segja fólki frá Jesú. Hvers vegna? Vegna þess að með skírninni urðum við meðlimir endurleystrar fjölskyldu hans! Þetta kort sýnir mörg löndin þar sem MISSIO er að störfum. Þar sem nánast ekkert okkar getur ferðast til Afríku eða Asíu til að segja fólki frá Kristi og til að styrkja heilaga Kaþólska kirkju hans, verðum við þess í stað að leggja okkar af mörkum með því að biðja og gefa rausnarlega til starfa MISSIO sunnudaginn 20. október. Hið eilífa líf veltur á því!

Related Posts