Norðurlönd

Aðalfundur Biskuparáðs Norðurlanda kýs nýja forsætisnefnd

„Vel í stakk búin til framtíðar.“

Þrándheimur. Noregur/11.09.24 – Erik Varden biskup O.C.S.O (50), biskup Þrándheims-umdæmis og postullegur stjórnandi Tromsö-umdæmis, var kjörinn nýr formaður Biskuparáðs Norðurlanda og Raimo Goyarrola (55), biskup í Helsinki, í embætti varaforseta. David Tencer Reykjavíkurbiskup (61), var endurkjörinn sem þriðji meðlimur fastaráðsins.

Fyrrverandi formaður, Kozon biskup, sem verður sjötíu og fimm ára á komandi kjörtímabili forsætisnefndar, sem gat þar af leiðandi ekki boðið sig fram aftur, sagði í yfirlýsingu: „Með Erik Varden biskupi er NBK afar vel sett til framtíðar.“. Anders Arborelius kardínáli, sem verður einnig senn sjötíu og fimm ára, er einnig ánægður með valið. „Erik biskup býr yfir góðri leiðtogareynslu og djúpum andlegum styrk. Biskuparáð Norðurlanda er áfram í góðum höndum.“

Framkvæmdastjóri endurkjörinn einróma

Aðalritari Biskuparáðsins um árabil, Sr. Anna Mirijam Kaschner cps (53) – var einnig staðfest einróma í embætti til fjögurra ára til viðbótar. Sr. Anna Mirijam hefur verið aðalritari Biskuparáðs Norðurlanda síðan árið 2009, sem var fyrsta biskuparáðið í veröldinni sem heimilaði konum að gegna embættinu.

Skuldbinding til boðunar

Varden biskup hefur verið meðlimur Trappista-reglunnar síðan 2002 og var ábóti í Mount St. Bernard Abbey í Leicestershire frá 2015 uns hann var skipaður biskup árið 2019. Í fyrstu yfirlýsingu sinni sagði hann: „Verkefni ráðsins felst í að efla boðunarstarf okkar með djúpum samtölum og traustri vináttu. Kaþólskum í löndum okkar fer fjölgandi; Við viljum leiða þennan þroska af skynsemi, bæði andlega og efnislega, og styðja allt gott starf.“ Hann heldur áfram og segir: „Okkar síð-veraldlega samfélag er aftur að verða reiðubúið að hugleiða frumspekilegar spurningar og meðtaka andleg gildi. Margir eru leitandi. Kristur er og verður ljós heimsins, markmið mannlegrar tilveru. Okkar hlutverk er að koma fram fyrir hönd hans á trúverðugan og traustvekjandi máta.“

Erik Varden biskup er fyrsti norski biskupinn í Þrándheimi frá siðaskiptum. Fimm forverar hans voru biskupar frá Þýskalandi.

Ljósmynd: Biskuparáðs Norðurlanda hefur kosið nýja forsætisnefnd: Erik Varden biskup (annar frá hægri) hefur verið biskup í Þrándheims-umdæmi frá árinu 2020 og postullegur stjórnandi Tromsö-umdæmis síðan 2023, Raimo Goyarrola biskup (fyrsti frá hægri) var skipaður varaforseti, og Davíð Tencer biskup er meðlimur fastaráðsins (annar frá vinstri). Sr. Anna Mirijam Kaschner cps (fyrsta frá vinstri) var endurskipuð í embætti aðalritara.

Biskuparáð Norðurlanda (Conferentia Episcopals Scandiae) er samstarfsvettvangur kaþólskra biskupa á Norðurlöndum (Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Finnland, Ísland).

Í Biskuparáðinu sitja nú sex fulltrúar, sem eru í sameiningu fulltrúar kaþólsku biskupsdæmanna og kirkjuumdæmanna sjö í norðanverðri Evrópu.

Aðalskrifstofan í Kaupmannahöfn hefur milligöngu um samskipti biskupsdæmanna á milli aðalfunda og samræmir starf biskuparáðsins. Frá árinu 2009 hefur Sr. Anna Mirijam Kaschner, trúboðssystir hins dýrmæta blóðs, gegnt embætti aðalritara.

Kaþólska kirkjan er öflugur minnihlutahópur í biskupsdæmum og umdæmum kirkjunnar. Hér búa um 350.000 kaþólskir en þeim fjölgar stöðugt vegna innflytjenda frá kaþólskum löndum. Hlutfall kaþólskra af heildarfjölda íbúa er á milli 0,3% og 4,2%.

Nánari upplýsingar: www.nordicbishopsconference.org

Sr. Anna Mirijam Kaschner cps

Aðalritari og Generalsekretärin og fjölmiðlafulltrúi NBK

Gammel Kongevej 15

1610 Kopenhagen V.

S. +45 2043 5290

nbk@katolsk.dk

www.nordicbishopsconference.org

Related Posts