Boðsbréf
Góðan daginn kæru bræður og systur í Kristi,
Kaþólski ungmennahópurinn á Íslandi býður öllum Kaþólskum ungmennum á aldrinum 13 til 23 ára í YOUTH CAMP sem eru ungmennabúðir.
Í þessum ungmennabúðum fær ungt Kaþólskt fólk að kynnast Guði betur, læra um Kaþólska trú og læra um hvernig trúin og daglegt líf fléttast saman.
Þá hafa þátttakendur einnig tækifæri til þess að eignast nýja vini og jafnvel eignast vináttu sem endist ævilangt.
Við biðjum fyrir því að þátttakendur fái hvatningu til þess að styrkja trú sína með því að hlusta á fyrirlestra og taka þátt í athöfnum og einnig fyrir því að tengsl unga fólksins við Kaþólsku kirkjuna eflist.
Búðirnar verða haldnar dagana 21. til 23. mars 2025 Í 3 daga og 2 nætur í Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni – Úlfljótsvatn, 801 Selfoss.
Skráningargjald fyrir hvern einstakling er 20.00.- kr. Innifalið í verðinu er gisting og fæði alla þrjá dagana og rútuferðir frá og til Reykjavíkur.
Fyrir frekari spurningar hafið samband við:
Sidney Ho
- FB-messenger Sidney Lyle Chalupka Ho
- Netfang: hosidneyleyle@gmail.com
- Sími: +354 777 3489
Catherine Chalupka-Ho
- FB- messenger: Catherine Chalupka-Ho
- Netfang: catherine.chalupka@gmail.com
Með bestu kveðjum!
Við vonumst til að sjá mikinn fjölda þátttakenda og við hlökkum til að sjá ykkur fljótlega!
Guð blessi ykkur,
Sidney & Catherine Chalupka-Ho
Stjórnendur ungmennabúðanna
Sr. Piotr Majtyka
Kaþólskur prestur í Reykjavík