Krists Konungs Sókn

Pétur Urbancic heiðraður af Páfagarði

Við óskum Pét­ri Ur­bancic hjartanlega til hamingju með heiðursviðurkenningu Páfagarðs „Croce pro Ecclesia et Pontifice“ sem hann hlaut fyr­ir þjón­ustu sína í þágu Kaþólsku Kirkj­unn­ar. Viður­kenn­ing­in var af­hent við messu í Dómkirkju Krists Konungs í Landakoti síðastliðinn sunnu­dag, þann 21. júlí.

Pét­ur hef­ur verið virk­ur í starfi kirkjunnar og sungið í kórn­um í yfir 70 ár.  Þrátt fyrir háan aldur sækir hann enn reglulega messur. Auk þess hefur hann starfað í Félagi Kaþólskra leik­manna um árabil og var um tíma formaður þess.

Við þökkum Pétri innilega ötult starf í þágu kirkjunnar okkar og óskum honum Guðblessunar og áframhaldandi velfarnaðar!

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar ljósmyndir sem voru teknar við afhendingu viðurkenningarinnar.

Related Posts