Reykjavíkurbiskupsdæmi

Ný kirkja á Selfossi

Þann 11. apríl 2025 heimsótti hópur á vegum Reykjavíkurbiskupsdæmis, undir forystu David B. Tencer biskups, byggingarsvæðið á Selfossi.
Það gleður okkur að greina frá því að megnið af steypuvinnu er nú lokið. Búið er að koma hurðum og gluggum fyrir í flestum hlutum hússins og þakið er að taka á sig endanlega mynd.
Ef þið viljið styrkja þetta verkefni þökkum við öll framlög, stór sem smá. Hægt er að leggja inn á eftirfarandi reikninga:
📌 Reikningur Íslandsbanka: 0513-14-350024
📌 Kennitala: 680169-4629
Við færum öllum stuðningsaðilum innilegar þakkir fyrir taka þátt í að byggja þessa kirkju – og sérstakar þakkir til Bonifatiuswerk fyrir rausnarlegan stuðning þeirra!