Páfagarður

Heilagt Ár – Iubileum 2025

Frans páfi opnaði dyr Péturskirkjunnar í Róm að kvöldi aðfangadags og ýtti þar með hinu Heilaga Ári 2025 úr vör.
Í predikun sinni í Jólamessunni fullvissaði hann okkur um að Jesúbarnið í Betlehem gæfi heiminum óendanlega von og gleði.
Árið 2025 er Heilagt Ár (lat. Iubilaeum) þar sem Kaþólskum er boðið að ganga inn um helgar dyr Péturskirkju sem eru vanalega lokaðar aðkomufólki. Pílagrímar sem ferðast til Vatíkansins á þessu fagnaðarári hljóta sérstakt syndaaflát.
Fagnaðarár kaþólskra manna ber að garði á 25 ára fresti. Hefðin á rætur sínar að rekja til þriðju Mósebókar þar sem kveðið er á um að sérstakt fagnaðarár beri upp á fimmtíu ára fresti. Árið 1300 innleiddi Bónifasíus áttundi páfi slíkt fagnaðarár og haldið hefur verið upp á það á fimmtíu eða 25 ára fresti síðan.
Í predikun sinni á aðfangadag gerði páfi stríð og átök að umfjöllunarefni sínu. Hann vakti mikla athygli í jólaávarpi sínu á síðasta ári fyrir að fordæma innrás Ísraels í Palestínu.
„Við leiðum hugann að stríðum, börnum sem skotin hafa verið með vélbyssum, sprengjum sem er varpað á skóla og sjúkrahús,“ sagði páfi meðal annars.
Á vef Páfagarðs má fræðast nánar um Hið Heilaga Ár: Pope News

Related Posts