Síðasta þriðjudag höfðum við tækifæri til að fagna saman reglulífi í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði og ljúka svo deginum með veislu, ásamt prestum og safnaðarfólki í Landakoti, Dómkirkju Krists Konungs.
Við báðum saman miðdegisbænir og Biskup Davíð gaf okkur gullinn rósakrans og hvatti okkur til að nota hann reglulega hvar sem við erum og biðja hann á þann hátt að hjarta okkar verði gullið eins og talnabandið. Vegna þess að bæn gerir manneskjuna góða.
Hápunktur fundar okkar var í kringum Altarissakramentið. Klukkan 18:00 höfðum við Heilaga Messu, þar sem krossfórn Jesú er endurnýjuð og allir mega taka þátt í fórnini.
Og eftir Messu borðuðum saman góðan kvöldmat sem góðar konur, ásamt Nikolas, höfðu að undirbúið af alúð fyrir okkur öll.
Í andrúmslofti systkinakærleika sungum við nokkra söngva þakkandi Maríu mey fyrir gjöf köllunarinnar.
Við hvetjum alla sem heyra rödd Guðs í gegnum samvisku sína, að helga líf sitt þjónustu við Guð og kærleikann vegna þess að Guð er örlátur og gefur okkur hundraðfalt aftur það, sem við gefum honum af öllu hjarta.
Lengi lifi María mey og lifi trúboðið!