Norðurlönd

Haustfundur biskuparáðs Norðurlanda

FRÉTTATILKYNNING

Þann 5. september 2025 lauk aðalfundi Biskuparáðs Norðurlanda. Árið Helga er ástæða þess að aðalfundurinn fór fram í hinni helgu borg.
Róm/Þrándheimur. Biskupar biskuparáðs Norðurlanda komu saman til aðalfundar í Róm dagana 1.-5. september. Áheyrn hjá Leó XIV páfa var hápunktur fundarins.

Vottar einingar á tímum vaxandi sundrungar

Í opnunarræðu sinni fjallaði Erik Varden biskup, forseti ráðsins, um heilagleika, hugrekki og dyggð sem eiginleika sem við verðum að færa í heim sem einkennist af stríði, sundrungu og siðferðilegri óvissu. Þessi þemu endurspegluðust í dagskrá þingsins. Biskuparnir hafa orðið varir við vaxandi áhuga á Kaþólsku kirkjunni á Norðurlöndunum. Fjöldi trúnema og trúskipta hefur aukist. Þau eiga ekki einungis að vera tekin inn í kirkjuna, leggja biskuparnir áherslu á; verkefni okkar er að undirbúa þau til þess að verða þroskaðir, trúverðugir vottar fagnaðarerindisins.

Fundur með Leó XIV: „Þið hafið margt að gefa kirkjunni á alþjóðavísu“

Fundur með Leó páfa var hápunktur samkomunnar. Páfi tók á móti meðlimum ráðsins á fimmtudagsmorgun, rakleitt á eftir fund sem hann átti með með forseta Ísraels, Yitzhak Herzog. Leó páfi talaði blaðlaust og hvatti okkur til þess að halda áfram að vinna að sannri samkirkjulegri einingu. Verkefni okkar, sagði hann við biskupana, er að nota boðskap fagnaðarerindisins til þess að kynna það og færa það samferðarfólki okkar sem þráir lífsfyllingu. Páfi sagði: „Þið hafið mikið að gefa kirkjunni á alþjóðavísu með gleðilegri, lifandi trú samlanda ykkar.“ Hlutverk kirkjunnar er að boða trú og það hlutverk þarf hún að rækja af krafti.

Innleiðing ályktana biskupasýnódunnar — Sýnódan í Norður-Evrópu

Í samræmi við ákall páfa um kirkju sem boðar trú, stendur vilji biskupanna til þess að efla innleiðingu hinnar alþjóðlegu biskupa-sýnódu, á Norðurlöndum. Samnorrænt sýnódu-teymi var sett á laggirnar til þess að innleiða niðurstöður sýnódu-ferilsins. Erik Varden biskup leggur áherslu á að „árangsríkt verklag sýnódunnar er þegar til staðar í norrænu samhengi og sé notað á skilvirkan hátt.“ Frekari útfærsla sýnódu-ferlisins verður alltaf að „einblína á markmiðið sem sýnóda okkar stefnir að, Kristi sjálfum“.

Ástandið í Mið-Austurlöndum: „Hjörtu okkar blæða“

Bürcher biskup, sem lengi hefur setið í nefndinni um hið Helga Land sagði frá reynslu sinni: „Þetta stríð, þjáningar íbúanna í Gaza, gíslarnir sem enn eru í fangelsi – ástandið í heild sinni veldur því að hjörtu okkar blæða.“ Sameinaðir í bænarefni páfa vonast biskuparnir af öllu hjarta að „unnt sé að ná fram lausn allra gísla, ná varanlegu vopnahléi sem fyrst, auðvelda örugga aðkomu mannúðaraðstoðar til þeirra svæða sem verst hafa orðið úti og tryggja að mannúðarlög séu virt að fullu“. Á Hátíð upphafningar hins heilaga krossins, hátíð sem á rætur að rekja til Landsins Helga, munu biskuparnir hvetja trúaða á Norðurlöndunum til þess að biðja fyrir sönnum, réttlátum og varanlegum friði í Landinu Helga.

——–

Biskuparáð Norðurlanda (Conferentia Episcopals Scandiae) er samstarfsvettvangur kaþólskra biskupa á Norðurlöndum (Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Finnland, Ísland).
Í Biskuparáðinu sitja nú sex fulltrúar, sem eru í sameiningu fulltrúar kaþólsku biskupsdæmanna og prelatúranna sjö í norðanverðri Evrópu.
Aðalskrifstofan í Kaupmannahöfn hefur milligöngu um samskipti biskupsdæmanna á milli aðalfunda og samræmir starf biskuparáðsins. Frá árinu 2009 hefur Sr. Anna Mirijam Kaschner, trúboðssystir hins dýrmæta blóðs, gegnt embætti aðalritara.
Kaþólska kirkjan er öflugur minnihlutahópur í biskupsdæmum og prelatúrum. Hér búa um 350.000 kaþólskir en þeim fjölgar stöðugt vegna innflytjenda frá kaþólskum löndum. Hlutfall kaþólskra af heildarfjölda íbúa er á milli 0,3% og 4,2%.


Nánari upplýsingar: www.nordicbishopsconference.org
Sr. Anna Mirijam Kaschner cps
Aðalritari og Generalsekretärin og fjölmiðlafulltrúi NBK
Gammel Kongevej 15
1610 Kopenhagen V.

S. +45 2043 5290
nbk@katolsk.dk
www.nordicbishopsconference.org