Reykjavíkurbiskupsdæmi

Allra heilagra messa & Allra sálna messa

í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti

Allra heilagra messa, laugardagur 1. nóvember.
Stórhátíð og lögboðinn kirkjudagur
Messa kl. 10.30 á íslensku
Messa kl. 18.00 á ensku
Messa kl. 19.00 á pólsku

Allra sálna messa, sunnudagur 2. nóvember.
Minning allra framliðinna
Messa kl. 8.30 á pólsku
Messa kl. 10.30 á íslensku
Messa kl. 12.30 á pólsku
Messa kl. 18.00 á ensku

2. nóvember: Reglur um aflát á Allra sálna messu
  1. Frá kl. 12 á hádegi 1. nóvember til miðnættis 2. nóvember geta allir þeir sem hafa skriftað, meðtekið heilagt altarissakramenti og beðið fyrir bænarefnum páfa (eitt Faðirvor, eina Maríubæn), öðlast fullkomið aflát (one plenary indulgence) með því að koma í kirkju og fara þar einu sinni með Faðirvorið og posstullega trúarjátningu. Þetta aflát nær aðeins til sálna hinna framliðinu.

Ganga má til skrifta hvenær sem er í vikunni á undan eða eftir 1. nóvember.

Meðtaka má heilagt altarissakramenti hvaða dag sem er frá 1. til 8.nóvember.

  1. Hinir trúuðu sem heimsækja kirkjugarð og biðja fyrir hinum látnu geta öðlast fullkomið aflát, sem nær aðeins til sálna framliðinna samkvæmt venjulegum skilyrðum, einu sinni á dag frá 1. til 8. nóvember. Þau skilyrði sem nefnd eru hér að ofan eiga einnig við um það.

Hvað er aflát?

Aflát er uppgjöf tímabundinnar refsingar fyrir syndir, eftir að sökin sjálf hefur verið fyrirgefin. Hver trúaður einstaklingur öðlast aflát samkvæmt fyrirmæltum skilyrðum, annað hvort fyrir sjálfan sig eða hinn látna. Aflát er veitt fyrir þjónustu kirkjunnar sem deilir út náð endurlausnarinnar og þar með fjársjóði verðleika Krists og hinna heilögu.

(Útdráttur úr Trúfræðsluriti Kaþólsku kirkjunnar, TKK, nr. 312)