Reykjavíkurbiskupsdæmi

Biskupsmessa á Selfossi

Sunnudaginn þann 5. október verður Biskupsmessa í Kapellunni að Smáratúni 12 á Selfossi í tilefni af stofnun Sóknar hins Heilaga Kross á Suðurlandi.

Þá mun séra Mercurio Claudio Rivera III, sem hefur verið skipaður stjórnandi hinnar nýju sóknar, verða settur í embætti sóknarprests Heilags Kross sóknar. Séra Mercurio er frá Filippseyjum og hefur starfað hefur starfað sem prestur hjá Kaþólsku kirkjunni á Íslandi frá því í ársbyrjun 2021, síðast sem aðstoðarprestur á Ásbrú og enn áður aðstoðarprestur í Maríukirkju og á Selfossi.

Aðsetur séra Mercurio verður á Selfossi.