Biðjum fyrir sýnóduþingi biskupanna í Róm!
Miðvikudaginn 4. október hófst sýnóduþing biskupanna í Róm. Það mun standa til 29. október.
Við setningu hins XVI almenna sýnóduþingsins söng Frans páfi Messu á Péturstorginu og bauð hinum trúuðu að ganga með Heilögum Anda, „í trausti og gleði“.
Umræðurnar á kirkjuþingi biskupa verða ekki opnar almenningi og fjölmiðlum, en ákveðnum þáttum hennar verður útvarpað í gegnum YouTube rás Vatíkansins „Vatican Media Live“.
Einnig er hægt að fylgjast með kirkjuþinginu á samfélagsmiðlum:
Facebook @16th Ordinary General Assembly of the Synod of Bishops
Instagram @16ordinarygs
Sjá einnig á vef fréttastofu Vatíkansins – Vatican News