Æskan

WYD ágúst 2023

Heimsæskulýðsdagurinn í Lissabon í Portúgal, 1.-6. ágúst 2023

Heimsæskulýðsdagurinn (World Youth Day – WYD) er samkoma ungs fólks frá öllum heimshornum með páfanum. Þetta er líka pílagrímsferð, hátíð æskunnar, tjáning alheimskirkjunnar og mikil stund boðunarstarfs fyrir æskufólk í heiminum. Þrátt fyrir að kaþólsk sjálfsmynd þessarar samkomu sé greinilega áberandi, opnar hún dyr sínar fyrir öllum, sama hversu nálægt eða fjarri kirkjunni fólk er.

Reykjavíkurbisksdæmi býður öllum ungmennum á aldrinum 18 til 35 ára að vera með okkur í pílagrímsferðinni frá 1. til 6. ágúst 2023. Við munum fljótlega birta nánari upplýsingar um skráningu á vefsíðu okkar, catholica.is
Heimsæskulýðsdagurinn er skipulagður á 4 ára fresti, svo þið skuluð ekki missa af tækifærinu til að taka þátt! Fyrir frekari upplýsingar nú þegar – hafið þá samband í síma 552 5388 eða sendið tölvupóst á ncm.ivan@gmail.com
Back to list

Related Posts