Norðurlönd

Vorfundur Norrænu biskuparáðstefnunnar í Tromsö í Noregi

Tromsö, Noregi 11. mars 2022. Fundi Biskuparáðstefnu Norðurlanda lauk í Tromsö í Noregi á föstudaginn 11. mars. Umræður á ráðstefnunni snérust að miklu leyti um „samráðsferli sýnódunnar“.

Undirbúningur sýnódunnar

Undirbúningur fyrir „sýnóduna“ sem Frans páfi boðaði var meginumræðuefnið. Skipaðir hafa verið umsjónarmenn í öllum biskupsdæmum Norðurlanda til þess að undirbúa ferlið í hverju samfélagi fyrir sig. Biskuparnir leggja áherslu á þrjú meginþemu: Trúboð, samfélag og köllun.

Á sama tíma vekur frumkvæði sýnódunnar í Þýskalandi ugg. Biskuparnir birtu því opið bréf til formanns þýsku biskuparáðstefnunnar, Georgs Bätzing biskups, á miðvikudag til að lýsa yfir áhyggjum sínum (www.nordicbishopsconference.org).

 „Blóð mæðra og barna hrópar til himna!“ – Brýnt ákall um að binda enda á stríðið í Úkraínu

Norrænu biskuparnir lýstu með skýrum hætti yfir samstöðu sinni með íbúum Úkraínu og „hneykslun sinni á árásarstríði Rússneska sambandsríkisins og vanvirðingu þess í garð fullveldis Úkraínu“. Blóð fjölda fólks hrópar til himna. „Þess vegna áköllum við Rússlandsforseta: Stöðvaðu þetta óréttláta stríði! Við biðlum til rússnesku þjóðarinnar: Leyfið ekki að þetta óréttlæti sé framið í ykkar nafni.“ (www.nordicbishopsconference.org)

Mansal, nútíma þrælahald og arðrán

Einnig fór fram fræðsludagskrá, þar sem norrænu biskuparnir kynntu sér málefni sem snúa að mansali, nútíma þrælahaldi og arðráni og ræddu mögulegar forvarnir, meðal annars í kirkjulegum stofnunum og samtökum. William Kenney biskup (Birmingham) og David Ryall frá samtökunum „Santa Marta Group“ voru boðnir á fund biskupanna til þess að fara yfir þessi mál.

Myndatexti: Fremri röð f. v.: Bernt Eidsvig Can.Reg, biskup, Osló; James Patrick Green erkibiskup, sendiherra Páfagarðs á Norðurlöndum; Anders Arborelius OCD, kardínáli og biskup, Stokkhólmi; Czeslaw Kozon biskup, Kaupmannahöfn; Berislav Grgic biskup, Tromsö. Efri röð f.v.: Sr. Marco Pasinato (administrator Helsinki), Systir Anna Mirijam Kaschner cps (aðalritari  biskuparáðsins); Erik Varden O.C.S.O., biskup, Þrándheimi; David B. Tencer OFMCap., biskup, Reykjavík; Peter Bürcher, biskup emeritus, Reykjavík; Teemu Sippo, biskup emeritus, Helsinki; William Kenney CP, biskup, Birmingham.

Related Posts