Páfagarður

Vatíkanið framlengir tækifæri til að vinna aflát fyrir hina látnu

Hinn postullegi viðurlagadómstóll í Vatíkaninu birti á fimmtudag tilskipun sem kveður á um möguleikann á að vinna aflát allan nóvembermánuð.
Með tilskipuninni staðfestir hinn postullegi viðurlagadómstóll og framlengir fyrir allan nóvembermánuð 2021 möguleika hinna trúuðu á að öðlast fullkomið aflát fyrir sálirnar í hreinsunareldinum með því að heimsækja kirkjugarða hvern dag nóvembermánaðar og biðja fyrir hinum látnu. Í venjulegu árferði takmarkast heimildin við fyrstu átta daga mánaðarins.
Önnur undantekning sem er gerð vegna afláta varðar Allra sálna messu, 2. nóvember. Núverandi tilskipun gerir hinum trúuðu kleift að öðlast aflát í þágu hinna látnu á hvaða degi nóvembermánaðar sem er, að eigin vali. Venjulega gildir heimildin frá kl. 12 á hádegi 1. nóvember til miðnættis 2. nóvember.
Núverandi tilskipun, eins og sú sem gefin var út í fyrra í miðjum heimsfaraldri, er ætlað að mæta þörfinni á að forðast samkomur, einni orsök útbreiðslu Covid-19, sem hefur ennþá áhrif, þó mismikil séu, á fólk um víða veröld.
Sjá nánar á Vatican News

Related Posts