Krists Konungssókn
Trúfræðsla í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti veturinn 2024–2025
Trúfræðsla í Dómkirkju Krists konungs hefst sunnudaginn 8. september 2024.
Öll börn og ungmenni eru boðin hjartanlega velkomin!
Í vetur ætlum við að fræðast um kaþólska trú, kynnast nýjum félögum og eiga saman skemmtilegar stundir.
Kverkennslan verður alla sunnudaga eftir messuna sem hefst klukkan hálf ellefu. Kennt verður i Landakotsskóla:
3-6 ára börn. Trúfræðsla Góða hirðisins.
7-8-9 ára börn sem hafa ekki meðtekið altarissakramentið.
9-12 ára börn sem hafa gengið til altaris.
Heilög messa er kl. 10:30-11:30 og að henni lokinni hefst kverkennslan.
Fermingarfræðsla 2024-2025
Fermingarfræðsla verður einnig á sunnudögum eftir 10:30 messuna og fer fram í Landakotsskóla, og einnig stundum í kirkjunni.
Fermingarfræðslan hefst sunnudaginn 8. september í framhaldi af 10:30 messunni.
Fermingar verða sunnudaginn 11. maí 2025 í messunni kl. 10:30.
Trúfræðsla á pólsku
Vinsamlega hafi samband við sr. Piotr Majtyka (s. 888 1142).
Systir Beata (s. 783 7095) og systir Ludmiła (s. 787 7095) munu sjá um kennslu vegna fyrstu altarisgöngu.
Við hlökkum mikið til að sjá ykkur!