Trúfræðsla

Trúfræðsla í Reykjavíkur biskupsdæmi veturinn 2021 -2022

Trúfræðsla í Reykjavíkurbiskupsdæmi veturinn 2021-2022 er í þann mund að hefjast.
Öll börn og ungmenni eru boðin hjartanlega velkomin!

KRIST KONUNGS SÓKN

Dómkirkja Krists Konungs

Trúfræðsla hefst sunnudaginn 12. september 2021.

Öll börn og ungmenni eru boðin hjartanlega velkomin!

Í vetur ætlum við að fræðast um kaþólska trú, kynnast nýjum félögum og eiga saman skemmtilegar stundir.

Hópur I

Börn á aldrinum 3-6 ára fá fræðslu kl. 11.30-12.20 á sunnudögum, eftir messuna sem hefst kl. 10.30.

Hópur II

Börn sem undirbúa sig fyrir fyrstu altarisgöngu.

Hópur III

Börn sem hafa gengið til altaris og til 12 ára aldurs.

HÓPUR IV

Fermingarfræðsla

Allir hópar mæta saman í messu sunnudaginn 12. september og skrá sig síðan í framhaldinu. Við hlökkum mikið til að sjá ykkur!

MARÍUSÓKN

Maríukirkja

Kæru foreldrar, í Reykjavík bjóðum við eftirfarandi kverkennslu fyrir börn:

3-6 ára börn – á sunnudögum – kennslustund kl. 11:00 til 12:00 í safnaðarheimilinu við Raufarsel 8 – messa kl. 12:15 til 13:00.

7-8 ára börn (fyrsta altarisganga) – á sunnudögum – kennslustund kl. 10:30 til 12:00  –  í safnaðarheimilinu við Raufarsel 8 – messa kl. 12:15 til 13:00.

9-11 ára börn (búinn með 1.  altarisgöngu) -á laugardögum – kennslustund kl. 11:00 til 12:00 – í safnaðarheimilinu – messa kl. 18:30 til 19:20.

12-14 ára börn (fermingarhópur A***) – á laugardögum – kennslustund kl. 17:00 til 18:10 –  í safnaðarheimilinu við Raufarsel 8 – messa kl. 18:30 til 19:20.

12-14 ára börn (fermingarhópur B***) – á sunnudögum – kennslustund kl. 9:30 til 10:45 –  í safnaðarheimilinu við Raufarsel 8 – messa kl. 11:00 til 11:50.

12-14 ára börn (fermingarhópur C***) – á sunnudögum – kennslustund kl. 11:00 til 12:00 –  í safnaðarheimilinu við Raufarsel 8 – messa kl. 12:15 til 13:00.

Eftir hverja kverkennslustund eiga börnin að mæta í sunnudagsmessu.

Fermingarfræðslan í Maríusókn er ætluð unglingum á aldursbilinu 12–14 ára og er tveggja ára námskeið.  Það er að segja þeir sem eru í 8. og 7. bekk grunnskólans.  Við minnum á að mikilvægt er að börnin mæti vel.

Á Selfossi

Kæru foreldrar, á Selfossi bjóðum við eftirfarandi kverkennslu fyrir börn:

7-14 ára börn – sunnudagur – kennslustund á íslensku frá 16:50-18:00 – Smáratúni 12 – messa frá 16:00-16:50.  Kennsla á pólsku verður tilkynnt fljótlega.

Fermingarfræðslan á Selfossi er ætluð unglingum á aldursbilinu 12–14 ára og er tveggja ára námskeið. Það er að segja þeir sem eru í 8. og 7. bekk grunnskólans.

Börnin eiga að mæta alltaf í sunnudagsmessu.

Við minnum á að mikilvægt er að börnin mæti vel.

Fermingarmessan í Maríukirkju – laugardaginn 30. apríl 2022 kl. 14:00.

Fyrsta altarisganga í Maríukirkju – sunnudagur 15. maí 2022 kl. 12:15.

PÉTURSSÓKN

Trúfræðsla barna hefst að nýju síðari hluta september. Vinsamlegast fylgist með tilkynningum á fb og messenger!

Péturskirkja á Akureyri

Fimmtudaga kl. 17.00

Fyrsta altarisganga 1. ár (7 ára börn) – Systir M. Selestína

Föstudaga kl. 16.30

Framhaldsfræðsla 9 ára – Systir M. Selestína

Framhaldsfræðsla 10-11 ára – Sr. Jürgen

Laugardaga kl. 17.00

Fyrsta altarisganga 2. ár (8 ára börn), lýkur með messu í Péturskirkju kl. 18.00. Stefnt er að því að fyrsta altarisganga barna sem búa á Norðurlandi eystra fer fram í tveim messum helgina 28./29. maí 2022. – Systir M. Marcelina.

Fermingarfræðsla

Fer fram síðdegis á laugardögum eftir sérstakri tímaáætlun.

Fermingin er fimmtudaginn 26. maí 2022 (á uppstigningardag) mjög sennilega í tveim athöfnum kl. 11.00 og kl. 15.00.

Dalvík

Laugardaga

Kl. 9.00:

9-12 ára – Sr. Jürgen

Fermingarbörn – Systir M. Selestína

Messa kl. 9.30

Kl. 10.00: 7-8 ára börn – Systir M. Selestína

Húsavík, Siglufjörður, Sauðárkrókur, Blönduós, Skagaströnd og Hvammstangi

Systir M. Selestína sér um fjarkennslu einnig í gegnum tölvu fyrir börn og unglinga sem búa á Húsavík, Siglufirði, Sauðárkróki, Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga. Fyrsta altarisganga barna sem búa á Norðurlandi vestra fer fram eftir samkomulagi næsta vor í kirkjum á Blönduósi og Sauðárkróki.

Hl. JÓSEFSSÓKN

St. Jósefskirkja, Hafnarfirði

Barna- og fermingarfræðsla

Oratoriu-hópur hl. Jóhannesar Páls II og Þrautseigjuhópurinn. Þessi hópur er ætlaður börnum sem hafa þegar gengið til altaris, þ.e. 9-10 til 11 ára gömlum. Þann 12. september byrjum við að mæta í St. Jósefskirkju á laugardögum frá kl. 15:00.

Ferming I. Frá septembermánuði 2021 stendur fermingarfræðslan í St. Jósefskirkju yfir í tvö ár og er ætluð 12-13 ára börnum, þ.e. þeim sem eru í 7. bekk í skólanum. Þessi hópur tekur við fermingarsakramentinu árið 2023. Kennslutími á laugardögum frá kl. 18:45 til 19:30.

Ferming II. Þessi fræðsla er ætluð 13-14 ára börnum, þ.e. þeim sem eru í 8. bekk í skólanum. Þessi hópur tekur við fermingarsakramentinu árið 2022. Kennslutími á sunnudögum frá kl. 11:30 til 12:15.

Fyrsta altarisganga I. Frá septembermánuði 2021 stendur trúfræðslan fyrir fyrstu altarisgöngu í St. Jósefskirkju yfir í tvö ár og er ætluð 7 ára börnum, þ.e. þeim sem eru í öðrum bekk í skólanum. Þessi hópur fer í fyrsta sinn til altaris árið 2023. Kennslutími á laugardögum frá kl. 15:00.

Fyrsta altarisganga II. Þessi fræðsla er ætluð 8 ára börnum, þ.e. þeim sem eru í þriðja bekk í skólanum. Þessi hópur fer í fyrsta sinn til altaris árið 2022. Við mætum í St. Jósefskirkju á laugardögum frá kl. 15:00.

Foreldrafundur: Að lokinni messunni kl. 17:30 laugardaginn 11. september 2021.

Frekari upplýsingar veita séra Horacio (s. 555 7010 eða 697 8471)

Netfang: josefskirkja@gmail.com

SÓKN Hl. JÓHANNESAR PÁLS II

Kirkja Jóhannesar Páls II, Ásbrú

Fundur verða með foreldrum barna fyrir fyrstu altarisgöngu og fyrir fermingar eftir sunnudagsmessurnar 12. september 2021.

Fermingarbarnafundurinn verður líklega á mánudögum kl. 18.30.

og líklegast kl. 16.15 á laugardögum börnin sem ganga til altaris í fyrsta sinn.

Upplýsingar veitir séra Mikołaj Kecik, sími 618 5550, mikolaj.kecik@gmail.com

SÓKN Hl. FRANS FRÁ ASSISI

Stykkishólmur

Kæru Foreldrar,

Öllum börnum á aldrinum 7–13 ára (fædd 2008-2014) eru boðið að taka þátt í trúfræðslutíma.

Áætlað er að halda fund með foreldrum að lokinni messu:

Sunnudagur 12. september fyrir börn frá Stykkishólmi, Borgarnesi og Akranesi

Messa kl. 10:00: í Stykkishólmi

Messa kl. 16:00 í Borgarnesi

Messa kl. 18:00 á Akranesi

Sunnudagur 19. september fyrir börn frá Grundarfirði, Ólafsvík, Rifi og Hellisandi

Messa kl. 15:00 á Grundarfirði

Messa kl. 17:00 í Ólafsvík

Upplýsingar veitir Maríusystur, sími 438 1070, 822 8379, c.barbara@servidoras.org

Hl. ÞORLÁKSSÓKN

Trúfræðsla byrjar í septembermánuði 2021 eftir samkomulagi við presta.

Related Posts