St. Jósefssókn – Trúfræðsla veturinn 2024–2025
Trúfræðslan fyrir fyrstu altarisgöngu stendur yfir í tvö ár.
Fyrsta altarisganga I. Þessi fræðsla er ætluð 7 ára börnum, þ.e. þeim sem eru í öðrum bekk í skólanum. Þessi hópur fer í fyrsta sinn til altaris árið 2026.
Fyrsta altarisganga II. Þessi fræðsla er ætluð 8 ára börnum, þ.e. þeim sem eru í þriðja bekk í skólanum. Þessi hópur fer í fyrsta sinn til altaris árið 2025.
FERMING
Fermingarfræðslan stendur yfir í tvö ár.
Ferming I. Þessi fræðsla er ætluð 12-13 ára börnum, þ.e. þeim sem eru í 7. bekk í skólanum. Þessi hópur tekur við fermingarsakramentinu árið 2026.
Ferming II. Þessi fræðsla er ætluð 13-14 ára börnum, þ.e. þeim sem eru í 8. bekk í skólanum. Þessi hópur tekur við fermingarsakramentinu árið 2025.
Pre –Trúfræðsla. Þessi hópur er ætlaður 5 og 6 ára börnum. Á laugardaginn september byrjum við að mæta í St. Jósefskirkju á laugardögum frá kl. 15:00.
Oratoriu-hópur hl. Jóhannesar Páls II og Þrautseigjuhópurinn.
Þessi hópur er ætlaður börnum sem hafa þegar gengið til Altaris. Á laugardaginn 7. september byrjum við að mæta í St. Jósefskirkju á laugardögum frá kl. 15:00.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Séra Juan Carlos Escudero IVE, s. 554 7010 og 696 6366, juancarlosescudero@ive.org