Trúfræðsla 10 til 12 ára barna

  1. 1. Almennt

Markmið trúfræðslu fyrir þennan aldurshóp er:

Börnin skulu fá aukna fræðslu um frelsunarsöguna og líf Jesú. Ennfremur skal dýpka tengsl þeirra við Jesú.

Börnin eiga að kynnast messunni og lífi kirkjunnar betur.

Þroska skal samvisku barnanna og þau eiga að venja sig á að fara reglulega til skrifta.

Efnið sem farið er yfir í þessum aldurshópi endurtekur, dýpkar og byggir á því, sem þau hafa áður lært. Framar öðru fá þau nú frekari fræðslu um Gamla og Nýja testamentið og sögu kirkjunnar. Það getur veitt þeim aukna samfélagsvitund að kynnast betur kirkjusögunni og aukið skilning þeirra á stöðu hennar nú á tímum.  Þekking á sögu veitir þeim aðgang að sameiginlegri þekkingu mannkyns og styrkir tengsl þeirra við kirkjuna.

Þær spurningar sem börnin veltu fyrir sér áður eru enn mikilvægar en eru nú skýrari og nýjar bætast við.  Barnið hefur öðlast aukið frelsi og stjórnun foreldranna minnkar.  Jafnframt koma fram ýmis vandamál þegar sjóndeildarhringur barnsins stækkar.  Utanaðkomandi áhrif verða meiri.   Frelsið eykst en einnig verður erfiðara að velja og hafna.

Það er mikilvægt að trúfræðslukennarinn hafi áfram gott samband við foreldra og reyni að láta þau taka þátt í fræðslunni.

Það er gott fyrir börn á þessum aldri að kynnast kaþólskum sumarbúðum og ungmennamótum.  Geti söfnuður ekki boðið slíka möguleika skal hvetja ungmennin til að taka þátt í slíku starfi annars staðar, gjarnan með leiðtoga úr eigin söfnuði.

  1. 2. Trú kirkjunnar

Ungmennin eiga að þekkja:

Trúarjátninguna, sem nú skal læra utanbókar.  Þau skal fræða stuttlega um sögu trúarjátningarinnar og hlutverk hennar í sögu kirkjunnar.

Hlutverk holdtekjunnar í frelsunarsögunni.

Ungmennin eiga að æfa sig í:

Að túlka líf sitt í ljósi trúarjátningarinnar svo að hún gegni hlutverki í lífi þeirra.

Að segja með eigin orðum innihald trúarjátningarinnar.

Að vaxa inn í safnaðarlífið og taka ábyrgð á ákveðnum verkefnum fyrir söfnuðinn.

  1. 3. Helgihald

Ungmennin eiga að kunna:

Grundvallarbænir og messusvörin, helst utanbókar.

Þau eiga að fá:

Dýpri skilning á helgihaldinu sem bæn og samfélag í Kristi.

Dýpri skilning og aukna virðingu fyrir helgidómnum og tilgangi hans.

Dýpri skilning á raunverulegri návist Krists í evkaristíunni.

Að kynnast ólíkum formum tilbeiðslu og innri bænar.

Ungmennin eiga að taka þátt í:

Hátíðum kirkjuársins.

Skriftasakramentinu, gjarnan í tengslum við trúfræðsluna.

Helgihaldi annarra sakramenta (skírn, fermingu, vígslu, sakramenti sjúkra), allt eftir aðstæðum á hverjum stað.

Að taka virkan þátt í messunni til dæmis sem messuþjónn eða með því að gegna öðru hlutverki í messunni.

  1. 4. Kristið líf

Ungmennin eiga að vita:

Að kirkjan beitir sér fyrir friði og réttlæti.

Að allir kristnir menn eru kallaðir til að fylgja Kristi með því að standa með hinum undirokuðu og útskúfuðu.

Að við getum ávallt fengið fyrirgefningu Guðs en erum líka sjálf kölluð til að fyrirgefa.

Að hinir heilögu eru okkur fyrirmyndir í trú og líferni.  Fjalla skal nánar um líf nokkra dýrlinga.

Ungmennin eiga að vita:

Að með aldrinum þroskast samviskan og hæfileikinn til að greina milli góðs og ills.

Að aukið frelsi þýðir meiri ábyrgð.

Að boðorðin tíu, sem nú skal læra utanbókar, sýna okkur hvernig við getum tekið réttar ákvarðanir og lifað góðu lífi.

Þau eiga að gera eitthvað sjálf eða neita sér um eitthvað fyrir þá, sem eru fátækir eða einmana, gjarnan á föstu eða aðventu.

  1. 5. Kristin bæn

Ungmennin eiga að hafa vitneskju um:

Bænir kirkjunnar, bænabækur, Saltarann sem bænabók Jesú.

Að heilagur Andi styður okkur og leiðir í bæninni.

Að þegar við leitum Guðs er hann þegar hjá okkur.

Að ekkert er svo lítið eða svo stórt að ekki megi biðja um það.

Ungmennin eiga að þekkja:

Mismunandi aðferðir til að biðja til Guðs

með fyrirfram mótuðum bænum eða með bæn frá eigin brjósti.

Nokkur sígild bænaform, svo sem rósakransbæn og krossferilsbæn, helst bæði í tengslum við trúfræðsluna og með söfnuðinum.

Hlutverk og þýðingu söngs og tónlistar í bænalífinu.

  1. 6. Biblíuþekking og kirkjusaga

Ungmennin eiga að vita:

Að Nýja testamentið var skrifað eftir dauða og upprisu Jesú og að það fjallar um hann.

Að Gamla testamentið var Biblía Jesú og að það fjallar um Ísraelsþjóð og Guð.

Að kristnir menn lesa enn Gamla testamentið og að kirkjan lítur á sig sem þjóð Guðs.

Sérstaklega skal fara yfir frásagnirnar af flóttanum frá Egyptalandi og hinn líðandi þjón 

Drottins, svo og spádómana um fæðingu Jesú í sambandi við fræðslu um jól og páska.

Að hinn nýji sáttmáli er grundvallaratriði í kristinni trú.

Hvað gerði Kristur og hvaða þýðingu hefur það fyrir okkur?

Hvernig eigum við að svara kalli Guðs?

Þau eiga að fræðast um sögu kaþólsku kirkjunnar í heiminum og á Íslandi.

Gjarnan má heimsækja söfn sem geyma kaþólskar minjar eða staði sem mikilvægir voru í sögunni.