Missio

Tilkynning um söfnun, 16 – 17. mars – Missio

Postulleg samtök heilags Péturs postula (sem er ein af fjórum postullegum trúboðsstofnunum sem kallast einu nafni MISSIO), ber sérstaklega ábyrgð á þjálfun og menntun staðbundinna presta til að þjóna kirkjunni í eigin löndum – á stöðum þar sem Kaþólsk trú er tiltölulega ný af nálinni eins og víða í Afríku og Asíu. Þessir innfæddu prestar hafa dýpri innsýn í eigin menningu en trúboðar frá erlendum löndum, svo þeir geta talað beint til hjörtu fólks síns og kennt því um Jesú og kirkju hans. Starf þessara samtaka felur í sér að afla fjárstuðnings við prestnema á staðnum, fyrir þá sem kenna verðandi prestum og við byggingu og viðhald nýrra prestaskóla. Endanlegt markmið Samtaka heilags Péturs postula er útbreiðsla fagnaðarerindisins og uppbygging Guðsríkis.
kt: 6801694629
Reikningsnúmer: 0513-14-402966

Related Posts