Reykjavíkurbiskupsdæmi

Tilkynning frá David biskup vegna Covid 19

Staða Kaþólsku kirkjunnar þegar nýjar reglur taka gildi
Þann 13. janúar taka gildi nýjar reglur sem leyfa 20 manns að koma saman í sama rými og vegna þess byrjum við aftur með opinberar messur. Sóknarprestar sem sjá að of margir vilja koma í messu geta fjölgað messum (allir prestar geta lesið þrjár messur á sunnudögum) og á sama tíma er þessum prestum boðið að sækja um undanþágu fyrir fleiri kirkjugesti hjá sóttvarnayfirvöldum.
Við vonum að þeir sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum skilji það vel, að fyrst 100 manns geta verið viðstaddir sálumessu (jarðarför) (og teljast börn fædd eftir 2005 ekki með í þeim fjölda) ætti að vera hægt að leyfa 100 persónur við venjulega messu í sama rými.
Covid er okkar sameiginlegi óvinur. Reynum sem best að hjálpa við að sigrast á þessari farsótt og endilega biðjum Guð um þá náð frá honum.
Fyrir hönd Kaþólsku kirkjunnar
David B. Tencer biskup

Related Posts