Heilagir

Þorláksmen

Þorláksmen

Vinsældir heilags Þorláks verndardýrlings Íslands vaxa ört um þessar mundir. Fólk ákallar hann í bænum sínum og fær bænheyrslu, sífellt fleiri koma að styttu hans í Dómkirkju okkar á Landakotshæð og kveikja á kerti.

Nóvena (níu daga bænir) er beðin í kaþólskum kirkjum á undan hátíðum hl. Þorláks og reyndar eru þessar bænir einnig að breiðast út erlendis. Nóvenan er komin út á íslensku, ensku og frönsku og fleiri þýðingar eru í farvatninu. NÓVENA TIL HEIÐURS HL. ÞORLÁKI

Nú er Þorláksmen eða Þorláksmedalía fáanleg. Medalían skartar mynd af dýrlingi með áletrun: Sancte Thorlace, patronus Islandiæ, ora pro nobis (heilagur Þorlákur, verndardýrlingur Íslands, bið þú fyrir oss). Á hinni hliðinni er liljutákn sem var til forna tákn Skálholtsbiskupsdæmis og er skírskotun til heilagrar Guðsmóður. Liljutáknið er einnig á skjaldarmerki biskupsdæmis okkar. Áletrunin er n. 1133, Episcopus Skalholtensis 1178-1193 (fæddur 1133, Skálholtsbiskup 1178-1193).

Davíð biskup afhenti Frans páfa eintak af Þorláksmedalíu sl. október og vakti hún hrifningu hans og samstarfsmanna hans.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu Reykjavíkurbiskupsdæmisins í síma 552 5388 eða í tölvupósti: catholica@catholica.is