Trúar- og lífsskoðunarfélög á Íslandi bjóða öllum landsmönnum að sameinast á þjóðardegi samstöðu vegna COVID-19, laugardaginn þann 5. júní 2021
Verum samhuga, hvert og eitt samkvæmt sínum eigin sið og sinni eigin sannfæringu, og minnumst á þessum degi fórnarlamba heimsfaraldursins. Við erum öll lauf á sama tré. Sýnum nærveru þeim sem þjást eða eru deyjandi, réttum hjálparhönd og færum von þar sem afleiðingar faraldursins þjaka fólk sem mest. Þökkum fyrir óeigingjarna aðstoð svo margra fórnfúsra hjálpara úr öllum stéttum þjóðfélagsins um allan heim.
Ásatrúarfélagið
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu
Bahá’í – samfélagið
Menningarsetur múslima á Íslandi
Búddistasamtökin SGI á Íslandi
Óháði söfnuðurinn
DíaMat – Félag um díalektíska efnishyggju
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan
Fjölskyldusamtök Heimsfriðar og Sameiningar
Samfélag Gyðinga á Íslandi
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Siðmennt
Fríkirkjan í Reykjavík
Stofnun múslima á Íslandi
Hjálpræðisherinn
Söfnuður sjöunda dags aðventista í Reykjavík
Íslenska Kristskirkjan
Þjóðkirkjan
Kaþólska kirkjan á Íslandi
Kaþólski söfnuðurinn er hvattur til að færa fórnir og biðja Guð um að binda endi á faraldurinn sem þjakar mannkynið. Bænastund í Dómkirkju Krists Konungs í Landakoti kl. 12.00