Fréttatilkynning
Sýnóda fyrir meginland Evrópu (European Synodal Continental Assembly)
Fyrsta hluta meginlandsþings sýnódunnar, sem fer fram í Prag 5. til 12. febrúar sl., lauk með kveðjuávarpi Gintaras Grušas erkibiskup, forseta biskuparáðstefnu Evrópu.
Fjórir dagar af bænahaldi og mikillar vinnu. Í daglegri messu og á sameiginlegum bænastundum báðu þátttakendur fyrir friði í Úkraínu, fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans í Tyrklandi og Sýrlandi og fyrir einingu kristinni manna. Á meðan á þinginu stendur, allt til sunnudagsins 12. febrúar, njóta þeir hljóðra fyrirbæna fjölmargra reglubræðra og -systra í 180 klaustrum víðs vegar um Evrópu.
Á vinnufundunum voru kynntar 39 landsskýrslur sem fjölluðu um spurningar undirbúningsskjalsins fyrir heimsálfustigið (Document for the Continental Stage, DCS). Hin opnu og yfirveguðu skoðanaskipti héldu áfram í hópastarfinu. Þátttakendum var skipt í 13 hópa, þar sem þeir reifuðu nánar hugleiðingar sínar „um kirkjurnar sem deila niðurstöðum samráðsins með hvor annarri, um togstreituna og ágreining sem kemur upp, um forgangsröðun og ákall um aðgerðir sem skulu útfærðar í samstarfi við aðrar kirkjur.”
Að auki voru 270 þátttakendur viðstaddir þingið í gegnum internetið. Þeir voru fulltrúar biskuparáðstefna ýmissa landa og var skipt í 12 hópa og kynntu niðurstöður sínar fyrir sýnódunni.
Það voru einnig fjölmargir óháðir fulltrúar og gestir viðstaddir, sem voru komnir til þess að taka þátt í sýnódunni í eigin persónu: Grušas erkibiskup minntist á að „sýnóda er yfirskrift fundar okkar og ég tel að við höfum skynjað ávinning þess að hlusta hvert á annað, ásamt utanaðkomandi aðilum sem taka þátt. Við höfum reynt hvað það er að vera fjölskylda, kirkja, leikmenn, karlar og konur, vígt fólk og biskupar. Og við höfum fundið hvað það er að vera evrópsk fjölskylda.“
Úrskurðarnefndin lagði drög að lokayfirlýsingu þingsins. Skjalið byggir á ábendingum og umræðum þingsins, en var ekki fyrirfram undirbúið. Þar af leiðandi er þetta bráðabirgðaskjal og gæti enn átt eftir að taka „breytingum“ þingsins og undirgengist ritstjórnarlegar lagfæringar. Skjalinu, sem samþykkt var af þinginu, verður skilað til allra þátttakenda, eftir umbeðnar breytingar, til hugsanlegrar frekari endurskoðunar áður en það verður afhent aðalskrifstofu sýnódunnar.
Niðurstöður skjalsins, sem voru lagfærðar í kjölfar ábendinga þingsins, má líta á sem fyrstu afurð vinnunnar sem fór fram þessa daga. (Skjalið fylgir þessari samantekt. Það má dreifa skjalinu svo unnt sé að hugleiða efni þess í sameiningu.)
Meðal þeirra atriða sem skjalið gerir grein fyrir er nauðsyn þess að dýpka guðfræði sýnódunnar og að mótun sýnódunnar taki mið af tímanna táknum. Ein af helstu tillögum þingsins er að sambærilegur samráðsfundur, þar sem saman koma biskupar og leikmenn, verði haldinn reglulega, í það minnsta á tíu ára fresti.
Frá og með morgundeginum, og til 12. febrúar, munu forsetar biskuparáðanna hittast til að yfirfara niðurstöður sýnódunnar og íhuga sameiginlega reynslu sína af sýnódunni.
Prag, 9. febrúar 2023
European Continental Assembly: final remarks