Krists Konungs Sókn

Sr. Metod Kozubik O.Praem útnefndur trúboði miskunnseminnar

Kæru bræður og systur,
með mikilli gleði vil ég upplýsa að hinn heilagi faðir Frans páfi útnefndi 29. september sl. Séra Metod Kozubik O.Praem trúboða miskunnseminnar. Það er embætti sem ekki hefur verið til áður í biskupsdæmi okkar. Það er mikil virðing við hann og við biskupsdæmi okkar. Þökkum Guði fyrir það og óskum séra Metod þess að embætti hans þjóni honum til að líf hans helgist og að þjónusta hans verði til gagns þeim sem þarfnast hjálpar hans.
Guði sé þökk og lof.
David B. Tencer OFMCap. Reykjavíkurbiskup

Related Posts