Safnanir

Söfnun á Heimstrúboðsdaginn

Söfnun fyrir heimstrúboðið verður í öllum messum dagana 22. og 23. október 2022

HVAÐ ER HEIMSTRÚBOÐSDAGURINN? Það er einn þriggja daga á hverju ári, þar sem gervöll heimskirkjan leggst á eitt og efnir til söfnunar til styrktar trúboði. Þann dag renna öll samskot í messum um allan heim og hvert einasta framlag til kirkna, sjúkrahúsa, skóla og nýliðunar í löndum þar sem kirkjan er nýstofnuð, ung eða fátæk.

HVAR FER HANN FRAM? Sunnudagsmessur heimstrúboðsdagsins eru sungnar í hverri einustu kaþólsku sókn í heiminum. Með bænum okkar styðjum við trúboða hvarvetna við boðun fagnaðarerindisins. Með því að gefa í söfnunina svörum við kalli Krists um að segja öllum gleðiboðskapinn, það er að Guð elskar þá.

AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Heimstrúboðsdagurinn er mikilvægur fyrir útbreiðslu fagnaðarerindisins, einkum á fátækum og afskekktum svæðum heimsins.

Þökk sé honum er unnt að bjóða samfélögum sem eiga í erfiðleikum með að lifa af nauðsynlega fjárhagsaðstoð sem gerir þeim kleift að blómstra með hjálp fórnfúsra trúboða.

HVER SKIPULEGUR HANN? Missio samtökin bera ábyrgð á Heimstrúboðsdeginum fyrir milligöngu alþjóðlegs tengslanets trúboðsstofnana Páfagarðs. Missio er stolt af því að vera góðgerðarsamtök páfa fyrir trúboð í heiminum og vinnur með „fjölskyldu Missio“ á heimsvísu að sameinaðri kirkju sem hefur samúð og samfélag að leiðarljósi. Við veitum nýjum biskupsdæmum nauðsynlegan stuðning til þess að verða sjálfbjarga: Kirkja hjálpar kirkju milliliðalaust!

HVERT RENNUR FRAMLAG MITT? Framlög þín byggja upp nauðsynlega innviði, allt frá kapellum og skólum til munaðarleysingjahæla, heilsugæslustöðva og sjúkrastofnana. Stuðningur frá Missio, sem samfélög á hverjum stað óska eftir, umbreytir lífi. Það skapar miðstöð þaðan sem unga kirkjan getur dreift gleðiboðskap fagnaðarerindisins, þjónað hinum trúuðu og veitt nauðsynlega þjónustu á sviði heilbrigðis- og mennta.

www.missionordica.org

Back to list

Related Posts