Safnanir

Aðventusöfnun til styrktar fátækum á Íslandi

Hjálparsamtökin Caritas Ísland er ein af mörgum leiðum sem Kaþólskir og Kaþólska Kirkjan nota til þess að þjóna fátækum á Íslandi. Þeir sem eru illa staddir og óska eftir aðstoð frá kirkjunni má vísa til Caritas. Við reynum að hitta alla sem hafa samband og vera þannig ásýnd umhyggju gagnvart þeim. Það hjálpar okkur einnig að hitta þá sem leita til okkar svo að við getum áttað okkur á hvers þeir þarfnast og reynum í framhaldinu að koma til móts við viðkomandi og hjálpa þeim. Algengast er að fólk þarfnast fæðis og húsaskjóls, ýmist til skemmri eða lengri tíma. Aðrir eru í leit að atvinnu eða eftir hjálp við að snúa aftur til heimalanda sinna. Enn aðrir þarfnast aðstoðar með ýmis konar félagsleg og lögfræðileg málefni. Einnig kemur fyrir að fólk í brýnni neyð leiti eftir hjálp.
Á hverju ári, 1. sunnudag í aðventu, fer fram söfnun í þágu Caritas samtakanna í öllum sóknum Reykjavíkurbiskupsdæmis.
Samtök okkar eru alfarið rekin af sjálfboðaliðum og því rennur hver einasta króna sem safnað er fyrir gjafmildi Kaþólskra á Íslandi til bágstaddra.
Í febrúar sl. kom maður til Íslands í von um að finna betri vinnu í því skyni að sjá fyrir fjölskyldu sinni.
Því miður hófst Covid-19 faraldurinn viku seinna svo að þrátt fyrir hjálp okkar fékk hann ekki vinnu, þó svo að við gátum aðstoðað hann við að finna húsnæði. Staðan varð afskaplega erfið þegar vegabréfsáritun hans rann út eftir þrjá mánuði og heimfluginu sem við höfðum hjálpað honum við að skipuleggja var aflýst. Að lokum fundum við annað flug og hjálpuðumst að við að standa straum af viðbótarkostnaði sem af því hlaust. Hann skrifar samt ennþá af og til og sendir kveðju og lætur okkur vita hvernig honum og fjölskyldu hans líður.
Eins og áður er getið eru peningarnir sem safnað verður fyrsta sunnudag í aðventu (þann 28./29. nóvember) notaðir til styrktar starfi Caritas árið 2021. Ef þið komist ekki í messu þann dag biðjum við ykkur að millifæra beint á Caritas Ísland reikninginn: kt. 591289-1369, bankanúmer 0513-14-403378.
Við þökkum ykkur fyrir að hjálpa bágstöddum einstaklingum á Íslandi með framlagi ykkar og BÆN!
Back to list

Related Posts