Skólabörn í Holy Rosary leikskólanum í Úganda, nánar til tekið í sókn Maríu meyjar af hinum heilaga Rósakransi Lepanto-Asamuk (Holy Rosary Parish-Asamuk Lepanto) gleðjast yfir nýrri skólabyggingu sem var reist í sókn þeirra fyrir fjármuni frá MISSIO (Holy Childhood Society sem tengist Stjórnardeild trúboðs í Páfagarði).
Ísland styður þessa MISSIO deild með fjármunum sem safnað hefur verið á hátíð Birtingar Drottins (6. jan) og með framlögum sem veitt eru til húsblessunar í tengslum við dreifingu C+B+M límmiðanna á hverju ári.
Sóknarpresturinn, séra Patricius, var afar þakklátur fyrir aðstoðina frá Missio og Holy Childhood Society, og sagði af því tilefni: „Takk fyrir að smíða kennslustofur fyrir þessi börn!!“
Vinsamlegast biðjið fyrir þessum kaþólsku systkinum okkar og fyrir alþjóðlegu starfi MISSIO!