„Við fögnum seiglu Úkraínu og viðleitni góðviljaðs fólks til að fæða hungraða, hughreysta syrgjandi, hjúkra sjúkum“
Þann 11. mars 2022 gáfum við, Norræna biskuparáðstefnan, út yfirlýsingu þar sem við lýstum yfir „djúpri samúð með úkraínsku þjóðinni og vandlætingu á árásarstríðinu þar sem Rússneska sambandsríkið sýnir fullveldi Úkraínu fyrirlitningu og veldur milljónum manna, alsaklausu fólki ómældum þjáningum“.
Tveimur árum síðar er vandlæting okkar söm, en sárari vegna sorgar yfir þeim fjölmörgu mannslífum sem glatast, yfir öllum þeim fjölda fólks sem er limlestur eða hrakinn frá heimilum sínum, vegna áfalla sem börn hafa orðið fyrir og yfir kerfisbundinni eyðileggingar þjóðlegrar, menningarlegrar og trúarlegrar arfleifðar.
Árásargirni Rússa veldur einnig áhyggjum í löndum okkar: Fyrir nokkrum dögum tilkynntu Rússar að hermenn yrðu sendir að finnsku landamærunum. Minningar um fyrri átök vakna. Í slíku andrúmslofti þörfnumst við æðruleysis og skýrrar hugsunar. Það er brýn nauðsyn á framtíðarsýn sem felur í sér stöðugleika í Evrópu sem gerir kleift að friður blómstri og varanlegt réttlæti. Á tímum þegar heimsálfan okkar er skekin ógnvænlegum vindum, þurfum við að tryggja að rætur okkar liggi djúpt. Til þess að svo sé er Kaþólska kirkjan á Norðurlöndum reiðubúin til þess að leggja sitt af mörkum.
Við fögnum seiglu Úkraínu og viðleitni góðviljaðs fólks til að fæða hungraða, hugga syrgjandi, hjúkra sjúkum. Þannig smýgur vonarneistinn inn í hið deyðandi myrkur haturs. Við hrósum sérstaklega starfi Caritas í Úkraínu. Rétt eins og á síðasta ári munu lönd okkar sameinast í söfnunarátaki á Hvítasunnu í því skyni að safna fé fyrir mannúðarstarf Caritas í Úkraínu.
Hundruð þúsunda úkraínskra flóttamanna hafa á þessum tveimur árum verið teknir upp í norræna söfnuði og samfélag okkar. Við tökum vel á móti þeim. Þeir auðga okkur með þeim andlega auðæfum sem þeir færa okkur. Í þúsundir ára hafa sterk vináttubönd tengt lönd okkar við Kyivan Rus-hérað. Við biðjum Guð, verndara hinna fátæku, sem hlær að yfirlæti höfðingja (Sálmur 2.4), að koma á friði í Úkraínu.
Þegar við göngum inn í föstuna, beinast augu okkar að Jesú, sem er friður okkar (Efesusbréfið 2.14), frammi fyrir Pontíusi Pílatusi. Við erum minnt á að viðleitni til að koma á friði í syndugum heimi okkar felur í sér að tjá þeim sannleikann sem valdið hafa. Megi frelsandi Kristur páskanna, grundvöllur tilveru okkar, endurnýja yfirborð jarðar. Megi andi Krists gera okkur sannarlega vitur.
Lúxemborg, 15.03.2024
+ Czeslaw Kozon, Kaupmannahöfn, forseti
+ Anders Cardinal Arborelius OCD, Stokkhólmi, varaforseti
+ Bernt Eidsvig Can.Reg, Osló
+ David Tencer OFMCap, Reykjavík
+ Erik Varden O.C.S.O., Þrándheimi og postullegur stjórnandi Tromsø
+ Raimo Goyarrola, Helsinki
+ Peter Bürcher, biskup em. Reykjavík
+ Berislav Grgic, biskup em. Tromsö