Bæn

Sérstök messa í Dómkirkju Krists Konungs í Landakoti

laugardaginn, kl. 11.00 þann 26. mars 2022

CCEE-ráðið (Ráðstefna allra biskuparáða í Evrópu) býður okkur að taka þátt í föstuhelgihaldi í sérstakri messu sem sungin verður fyrir fórnarlömbum Covid-faraldursins og stríðsins í Úkraínu. Í sömu messu verður beðið fyrir friði.

Biskuparáðstefnu okkar (NBK) hefur verið úthlutaður laugardagurinn 26. mars 2022.

Mælst er til að sóknarbörn og reglusystur í Krists Konungssókn og öðrum nálægum sóknum, s.s. hl. Jósefssókn, Maríusókn og sókn hl. Jóhannesar Páls II sæki messuna í Landakoti.

Þeir sem komast ekki eru beðnir um að biðja fyrir þessum bænarefnum.

Frekari upplýsingar á vef CCEE (Ráðstefna allra biskuparáðstefna í Evrópu)

Related Posts