Kaupmannahöfn/Kiew. Anders Arborelius kardináli í Stokkhólmi og Erik Varden biskup í Þránheimi lögðu í dag af stað í heimsókn til Úkraínu í því skyni að sýna samstöðu og stuðning.
Hin tveggja daga heimsókn varð að veruleika fyrir tilstuðlan hans hágöfgi Mgr. Bohdan Dzyurakh CSsR, yfirmanns kaþólskra Úkraínumanna af Býsanssið í Þýskalandi og Skandinavíu.
„Þetta snýst um að tjá samstöðu okkar með hinni þjáðu þjóð og kristnu fólki í Úkraínu,“ sagði Varden biskup um heimsóknina.
Dagskrá heimsóknarinnar felur í sér fund með æðsta erkibiskup Kænugarðs – hins æruverðuga Sviatoslav Shevchuks og rómversk-kaþólska biskupnum í Kænugarði – Vitalii Kryvytskyi SDB biskup.
Að auki munu tveir fulltrúar Norræna biskuparáðssins heimsækja nokkrar borgir í nágrenni Kænugarðs sem rússneski herinn eyðilagði í innrásinni árið 2022.
Fundur með kanadíska sendiherranum í Úkraínu, Larisu Galadza, er áætlaður á morgun. Hún er dóttir þekkts grísk-kaþólsks prests frá Kanada, Roman Galadza.
—
Hér má hlýða á viðtal við Anders Arborelius kardínála í Stokkhólmi og Erik Varden biskup í Þrándheimi sem séra Volodymyr Malchyn tók í tilefni af heimsókn þeirra, f.h. biskuparáðstefnu Norðurlanda, til Kænugarðs í Úkraínu:
Sjá einnig á vef Kaþólsku kirkjunnar í Noregi: www.katolsk.no
Frekari upplýsingar má finna á vef: nordicbishopsconference.org