Páfagarður

Postullegt ferðalag Frans páfa til Kongó og Suður-Súdan

Suður-Súdan, 5. febrúar 2023, (Vatican News). Síðastliðinn sunnudag fór Frans páfi frá Juba um borð í flugvél páfa sem flaug þaðan til Rómar. Þar með lauk sex daga postullegu ferðalagi hans til Suður-Súdan og Lýðveldisins Kongó. „Þið eruð í hjarta mínu, þið eruð í hjörtum okkar, þið eruð í hjörtum kristinna manna um allan heim! Glatið aldrei voninni. Og glatið aldrei tækifærinu til þess að koma á og viðhalda friði.“ Þessi hvatningarorð voru síðustu opinberu ummælin sem Frans páfi lét falla á suður-súdanskri grundu í lok fertugustu postullegrar utanlandsferðar sinnar.

Alltumlykjandi ákall um frið.

Á hinu sex daga ferðalagi sínu hefur Frans páfi leitast við að vera íbúum Lýðveldisins Kongó og Suður-Súdan boðberi vonar og huggunar. Hann talaði af ákefð og endurtekið um nauðsyn þess að sérhver maður hlúi að friði í eigin lífi og meðal þjóðar sinnar. Þó að hver ræða hafi verið ætluð tilteknum hópi áheyrenda, fléttaði Frans páfi þær saman með ákalli um að binda endi á allt ofbeldi meðal hinna tveggja þjóða, og undirstrikaði opinberar yfirlýsingar sínar með því að tjá stuðning sinn.

Að umbreyta tilmælum í áþreifanlegar aðgerðir.

Mikill mannfjöldi mætti til opinbers messuhalds páfa: Yfir milljón manns fagnaði með honum í höfuðborg Kongó, Kinshasa, og um 100.000 trúaðir komu saman með honum í Juba, um fimmtungur íbúa höfuðborgar Suður-Súdan. Áður en hann hélt á brott, kvaddi páfi með vonarboðskap sínum og ákalli til íbúa Suður-Súdan um að standa áfram saman og keppa að friði. „Það er aðeins með því að hlúa að bræðrum okkar og systrum sem við getum raunverulega látið þennan frið verða að veruleika. Flugvél páfa hélt á brott til Rómar frá alþjóðaflugvelli Juba klukkan 11:56 að staðartíma, með páfa og yfir 70 blaðamenn innanborðs.

Þýðing á grein sem birtist á vef Vatican News

Related Posts