Bæn

Páfi býður okkur að biðja með sér „Click to Pray“

Click to pray (Smelltu til að biðja) er bænaapp páfa (fyrir iOS og Android), sem hjálpar okkur að biðja fyrir áskorunum mannkyns og verkefnum kirkjunnar.
Einkunnarorð Click To Pray appsins eru „Saman gerum við hvern dag öðruvísi“.
Click To Pray býður upp á þrjár stuttar bænastundir á hverjum degi, að morgni, um miðjan dag og að kvöldi. Hver bæn er boð um að stilla hjarta ykkar í takt við hjarta Jesú og gera ykkur reiðubúinn til að leggjast á eitt í bæn með heiminum.
Click To Pray er stafrænt bænasamfélag þar sem þið getið deilt bænarefnum ykkar og beðið fyrir hvert öðru.
Appið kemur út á sjö tungumálum: spænsku, ensku, portúgölsku, ítölsku, frönsku, þýsku og kínversku. Click To Pray er einnig á Facebook, Twitter, Instagram og Youtube.
Nánari upplýsingar er að finna á: https://clicktopray.org

Related Posts