Eftir að Frans páfi kom til maltnesku eyjarinnar Gozo um borð í ferju, leiddi hann bænasamkomu, þar sem hann lýsti því yfir að Malta sé fjársjóður fyrir kirkjuna.
Kærleikur til Guðs er það sem knýr gleði okkar áfram. Frans páfi minnti á þessa máttugu staðreynd á fyrsta degi heimsóknar sinnar til Möltu. Hinn heilagi faðir heimsótti Miðjarðarhafseyjuna í tilefni af 36. postullegu heimsókn sinni. Á laugardaginn ferðaðist hann til Gozo, þar sem mikilvægasta helgidóm Maríu á Möltu er að finna, sem bæði hl. Jóhannes Páll II og Benedikt XVI páfi heimsóttu á postullegum ferðum sínum til eyjaklasans.
Þegar allt virtist glatað
Páfi byrjaði á því að rifja upp þegar María og Jóhannes stóðu við kross Jesú. „Allt virtist glatað, vera liðið undir lok, um alla eilífð.
Frans páfi minntist þess þegar Jesús tók á sig þjáningar mannkyns og spurði „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig? og páfi viðurkenndi að þetta væri sömuleiðis „bæn okkar á þjáningartímum sem við lifum“.
Í helgidóminum Ta’ Pinu, hvatti páfi okkur til þess að hugleiða í sameiningu hið nýja upphaf sem átti sér stað á þessari „stundu“ Jesú. „Hér, í stað hinnar glæsilegu byggingar sem við sjáum í dag, stóð aðeins örlítil kapella í niðurníðslu. Niðurrif hennar hafði verið ákveðið, það virtist vera komið að endalokum hennar. Samt átti röð atburða eftir að snúa stöðunni við, rétt eins og þegar Drottinn vildi segja við lýð sinn: „Þú munt ekki framar nefnd verða Yfirgefin, og land þitt ekki framar nefnt verða Auðn, heldur skalt þú kölluð verða Yndið mitt, og land þitt Eiginkona, því að Drottinn ann þér og land þitt mun manni gefið verða.“ (Jes 62:4) .'“
Þessi litla kirkja, sagði hann, varð þjóðarhelgidómur, áfangastaður pílagríma og uppspretta nýs lífs.
Stund Jesú í okkar eigin lífi
Frans páfi minntist þess að Jóhannes Páll páfi II, sem lést 2. apríl 2005, kom einnig til þessa helgidóms Maríu sem pílagrímur og lýsti þessu sem „stað sem einu sinni virtist yfirgefinn,“ sem „endurlífgar nú trú og von innra með lýð Guðs.“ Í því ljósi, lagði páfi til, að við leitumst við að meta merkingu „stundar“ Jesú fyrir okkar eigið líf. Þessi stund hjálpræðis, sagði hann, endurnýjar trú okkar og sameiginlegt verkefni okkar.
Páfi krafðist þess að við hyrfum aftur til upprunans, til hinnar nýju kirkju sem við sjáum undir krossinum í persónum Maríu og Jóhannesar.
„Hvað merkir það að snúa aftur til upprunans? Hvað þýðir það að horfa aftur til upphafsins?
Í fyrsta lagi, útskýrði hann, þýðir það að enduruppgötva grundvallaratriði trúar okkar, sérstaklega að enduruppgötva miðpunkt trúar okkar, það er að segja samband okkar við Krist og að boða heiminum fagnaðarerindið. Páfi sagði: „Þetta er gleði kirkjunnar: að boða trúna.“
Maltneska kirkjan, sagði páfi, getur deilt með okkur ríkri sögu sem hægt er að draga mikla andlega lærdóma af. „Líf kirkjunnar – við skulum alltaf muna það – er hins vegar aldrei aðeins „fortíð til að muna“ heldur „mikil framtíð til að byggja“, ævinlega í hlýðni við áform Guðs.“ Páfi lagði áherslu á það sem þarf til að byggja upp þessa miklu framtíð: „Hversu mikilvægur er bróðurkærleikurinn í kirkjunni og hlýr faðmur sem við bjóðum náunga okkar!“
Guð til staðar þar sem kærleikurinn ríkir
Drottinn, sagði páfi, minnir okkur á þessa „stund“ krossins, með því að fela Maríu og Jóhannesi umsjá hvort annars. „Hann hvetur kristinn samfélög til að missa ekki sjónar af þessari forgangsröðun: „Sjá, sonur þinn,“ „Sjá, móðir þín“ (v. 26.27). Það er eins og hann hafi sagt: „Þið hafið verið hólpinn fyrir sama blóð, þið eruð ein fjölskylda, svo bjóðið hvort annað velkomið, elskið hvert annað, læknið sár hvers annars.’“ Þetta, sagði hann, felur í sér „að skilja við tortryggni, deilur, sögusagnir, slúður og vantraust“. „Verum „kirkjuþing“, með öðrum orðum „ferðumst saman“. Því að Guð er til staðar hvarvetna þar sem kærleikurinn ríkir!“
Páfi benti á að hin gagnkvæma opnum „er ekki eingöngu til staðar formsins vegna heldur er hún eitthvað sem við gerum í nafni Krists, hún er ævarandi áskorun,“ sérstaklega þegar kirkjuleg sambönd eiga í hlut, „því að verkefni okkar munu bera ávöxt ef við vinnum saman í vináttu og bræðrasamfélagi“.
„Þið eruð tvö falleg samfélög, Malta og Gozo, alveg eins og María og Jóhannes voru tvö!
Páfi faðir sagði við Maltverja: „Verið pólstjarnan sem leiðbeinir ykkur til þess að taka vel á móti hvort öðru, eflir kynni og samstarf!
Kærleikur Guðs knýr gleðina áfram
Páfi hélt áfram: „Þetta er fagnaðarerindið sem við erum kölluð til að hrinda í framkvæmd: að taka á móti hvert öðru, vera „sérfræðingar í mannkyninu“ og kveikja elda milds kærleika til þeirra sem þekkja sársauka og hörku lífsins.“ Í tilfelli Páls líka. , rifjaði páfi upp, fæddist eitthvað mikilvægt í kjölfar hinnar erfiðu reynslu, „því að þar prédikaði Páll fagnaðarerindið og síðan fylgdu margir prédikarar, prestar, trúboðar og vottar í fótspor hans.“
Hann þakkaði hinum fjölmörgu maltnesku trúboðum sem breiða út gleði fagnaðarerindisins um allan heim, til margra presta, kvenna og karla sem eru trúaðir og til allra sem voru viðstaddir.
„Þið eruð lítil eyja, en með stórt hjarta.“
Páfi kallaði Möltu einnig fjársjóð í kirkjunni og fyrir kirkjuna. „Til þess að varðveita þann fjársjóð,“ fullyrti hann, „verðið þið að snúa aftur til kjarna kristninnar: kærleika Guðs, drifkrafts gleði okkar, sem sendir okkur út í heiminn; og til kærleika í garð náungans, sem er einfaldasta og hinn mest heillandi vitnisburðum sem við getum fært heiminum.“
Frans páfi sagði að endingu: „Megi Drottinn fylgja ykkur á þessari braut og hin heilaga meyja leiðbeina ykkur. Megi María mey, sem bað okkur að biðja þrjár „Maríubænir“ til þess að minna okkur á móðurhjartað sitt, endurvekja í okkur, börnum sínum, eld trúboðsins og löngunina til þess að annast hvort annað. Megi María mey blessa ykkur!“
Grein rituð af Deborah Castellano Lubov – birt á Vatican News 2. apríl 2022