Föstutími

Öskudagur – 14. febrúar 2024

Í Dómkirkju Krists konungs verða haldnar messur á íslensku kl. 8.00 og 18.00, á pólsku kl. 19.15.

Ösku verður úthlutað í messunum.

F ö s t u b o ð

Á öskudag hefst langafasta og sá tími er sérlega hentugur til andlegra æfinga, ástundunar helgisiða iðrunar og yfirbóta, pílagrímsferða sem tákn um syndabót, til ótilneyddra sjálfsafneitana eins og að fasta og gefa ölmusugjafir, og að eiga hlut með meðbræðrum sínum (kærleiks- og trúboðsverk).
Samkvæmt kirkjulögum er öllu rómversk-kaþólsku fólki frá 18 til 60 ára aldurs skylt að fasta á bindandi föstuboðsdögum. Sjúklingar eru undanþegnir föstu. Bindandi föstuboðsdagar eru öskudagur og föstudagurinn langi.
Hvað er „að fasta?
Fasta er það þegar aðeins er neytt einnar fullkominnar máltíðar á dag. Þó er ekki bannað að neyta smávegis af fæðu tvisvar að auki. Menn verða að forðast að borða á öðrum tímum dagsins, jafnvel sælgæti.
Yfirbót
Allir trúaðir, sem náð hafa 14 ára aldri eiga að gera yfirbót alla föstudaga, einkum á lönguföstu. Velja má um eftirtaldar leiðir:
1. Forðast neyslu kjöts eða annarrar fæðu.
2. Forðast áfenga drykki, reykingar eða skemmtanir.
3. Gera sérstakt átak til að biðja:
– með þátttöku í heilagri messu
– með tilbeiðslu helga altarissakramentisins
– með þátttöku í krossferilsbænum á föstudögum í lönguföstu.
4. Fasta algjörlega oftar en skylt er og gefa það fé sem þannig sparast til þeirra sem þess þurfa.
5. Sýna sérstaka umhyggju þeim, sem fátækir eru, sjúkir, aldraðir, farlama eða einmana.
Ef vanrækt er að gera yfirbót einn föstudag er ekki litið á það sem synd.
Þó ber að minna á að yfirbót er hluti af lífi kristinna manna og þeim ber skylda til að ástunda hana, ekki hvað síst á föstutímanum.

Related Posts