Safnanir

Nýtt safnaðarheimili á Akureyri

Eins og allir vita er safnaðarheimilið okkar við hl. Péturskirkju á Akureyri ekki rúmgott og getur varla tekið á móti öllum kirkjugestunum sem óska eftir að hittast þar eftir messu.
Samhliða þessu þurfum við rými fyrir trúfræðslu barna, sem fer einnig fram í prestshúsi og í húsi systranna.
Stefnt er að því að reisa á næsta ári létta byggingu með stórum gluggum á steyptum grunni og tengja hana við neðri hæð kirkjunnar.
Byggingin verður allt að 30m2.
Minjastofnun og Akureyrarbær hafa nú þegar gefið grænt ljós á byggingaráætlun og veitt öll leyfi.
Kostnaðarmatið er um 32 milljónir króna (þar á meðal gjöld fyrir teikningar arkitektsins og verkfræðinga sem hafa verið greiddar nú þegar: um 3 milljónir króna).
Þó við vonumst til að fá umtalsverðan fjárhagslegan stuðning erlendis frá þarf söfnuðurinn einnig að taka þátt. Í þessum tilgangi ætlum við að bjóða í kaffi- og kökusölu eða happdrætti eins og við höfum gert með góðum árangri.
Hægt er að leggja pening beint inn á reikning hl. Péturssóknar með skýringunni BHL23075 svo framlagið renni óskert til byggingarinnar:
Péturssókn:
kt. 680169-4629
Banki 565-14-603137
Skýring: BHL23075

Related Posts