Gott fólk,
við höfum fengið góðar fréttir sem gleðja okkur mjög, nefnilega að Frans páfi útnefndi í dag, 9. nóvember 2022,
nýjan sendiherra Páfagarðs (Nuncio) á Íslandi og í Svíþjóð! Hann er msgr. Julio Murat. Hann fæddist 18. ágúst 1961
í Izmir Í Tyrklandi og er fyrrverandi sendiherra Páfagarðs í Miðbaugs-Gíneu og Kamerún.
Við tökum á móti honum með þakklæti, biðjum fyrir honum og óskum honum blessunar Guðs í starfi hans.
Til hamingju með útnefninguna!
Davíð B. Tencer OFMCap.,
Reykjavíkurbiskup