Kæru kaþólsku fjölskyldur á Norðurlöndum!
Biskupar okkar höfðu boðið okkur öllum að hittast í Noregi á þessu ári á norrænum fjölskyldudögum dagana 21.-24. maí. Mörg ykkar skráðu ykkur á viðburðinn og fjöldi messa og dagskrá fyrir fjölskylduna hafði verið undirbúinn. Því miður kom Covid heimsfaraldurinn í veg fyrir þennan samfund og það þurfti að aflýsa honum.
Undanfarna tvo mánuði höfum við öll verið í tengslum við kirkjurnar okkar. Jafnvel þó að kirkjurnar okkar séu nú hægt og rólega að leyfa móttöku hins Alhelga Altarissakramentis – Deo gratias! – vitum við að við verðum að treysta á sóknarkirkjur okkar – fjölskyldur okkar – um óákveðinn tíma til að lifa og tjá trú okkar á Krist.
Svo í stað þess að hitta aðeins lítinn hluta af ykkar hóp nú í vor, ákvað skipulagsteymi okkar hér í Noregi að það væri betri hugmynd að bjóða öllum kaþólskum fjölskyldum á Norðurlöndunum fróðleik og upplýsingar á kaþólskum grunni sérstaklega ætlaðar fjölskyldum. Þess vegna höfum við búið til vefsíðu sem ykkur öllum er velkomið að heimsækja og þar sem þið getið sótt innblástur fyrir líf ykkar sem kristnar fjölskyldur.
Þetta er fremur lítið og frumstætt nú í byrjun, tekið saman við krefjandi aðstæður, en vonandi getum við þróað saman vettvang þar sem við getum hitt og styrkt hvert annað í trú okkar á Jesú Krist, hvort sem við búum á Íslandi, Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð eða Noregi.
Biðjum þess að hin heilaga fjölskylda megi vernda okkur öll og halda trú okkar lifandi.
Norska skipulagsteymið sendir ykkur öllum góðar kveðjur.