Reykjavíkurbiskupsdæmi

Nefnd um varnir gegn ofbeldi innan Reykjavíkurbiskupsdæmis

Dagana 14. til 16. mars 2022 voru fulltrúar þeirrar nefndar biskupsdæmisins sem annast vernd gegn misnotkun í fyrsta sinn á fræðslufundi sem fór fram á Fransiskus-hótelinu í Stykkishólmi. Fræðslunni stýrði dr. Marek Jarosz, prestur, sem ber ábyrgð á þessum málefnum í Płock-biskupsdæmi í Póllandi. Hann er einnig rektor Prestaskólans þar – sem er mótunarstaður verðandi presta – en þar stundar einmitt prestnám ungur maður sem brátt hyggst snúa til starfa í Reykjavíkurbiskupsdæmi.

Nefndin hélt þrjá fundi þessa daga þar sem nefndarmenn gátu fræðst um vernd gegn misnotkun frá sjónarhorni einkamálaréttar og kirkjulaga ásamt því að fræðast um fyrirbyggjandi aðgerðir og verklag. Eftir þessa frumþjálfun mun nefndin okkar geta haldið áfram með frekari fræðslu og aðstoðað við hana í öllum átta sóknum okkar, þar sem við ætlum að halda námskeið fyrir starfsfólk kirkjunnar á næstu mánuðum.

Related Posts