Endurnýjað Maríugerði í Dómkirkju Krists konungs var blessað við hátíðlega athöfn að loknum prestafundi og biskupsmessu þriðjudaginn 24. janúar.
Reykhóla-María
Á hægri hlið við innganginn í dómkirkjuna stendur tréstytta frá miðöldum af Maríu mey með barninu. Talið er að hún sé frá 14. öld. Líklega var hún í sveitakirkju á árum áður en eftir siðaskiptin tók bóndinn á Reykhólum hana í hús sitt. Hún var gefin Landakotskirkju árið 1926 og þar er hún tignuð sem „Reykhóla-María“. Jóhannes Páll páfi II krýndi styttuna þegar hann heimsótti Ísland í júní 1989.