Fjölskyldan

Velkomin í Mariapoli 22. til 25. júní.

Focolare býður þér í Mariapoli í SKÁLHOLTI (ath. breytt staðsetning) 22. til 25. júní 2023

Hvað er Mariapoli? Mariapoli er árleg sumarsamkoma Focolare. Þetta er staður þar sem við komum saman í anda Focolare, staður til að upplifa einingu (en ekki bara tala um hana).

Dagskrá: Þrír dagar fullir af innblæstri og afþreyingu.

Hugleiðingar, dagskrá fyrir börn, messuhald, tónlist, útivist, leikir , íþróttir, samvinna, Jörðin okkar. Að skapa betri framtíð! Sundlaug og heitur pottur eru á staðnum. Verið velkomin og komið með svefnpoka eða rúmföt, handklæði og sundföt.

Fullorðnir (13 ára og eldri) sem gista allan tímann – kr. 35.000. Börn (6 – 12 ára) sem gista allan tímann – kr. 17.500. Gisting og matur innifalin.

Fullorðnir sem gista eina nótt og maturinn innifalinn kr. 11.667. Tvær nætur  kr. 17.500. Börn (6 – 12 ára) sem gista eina nótt og maturinn innifalinn kr. 5834. Tvær nætur kr. 8.750. Börn undir 5 ára fá frítt.

Skráning: Um gistingu og þátttöku hluta dags, vinsamlega talið við Guðmund Smára Guðmundsson í síma 868 4394.

Mariapoli er opið öllum, fullorðnum sem börnum!

Back to list

Related Posts