Reykjavíkurbiskupsdæmi

Maríumessa í Dómkirkju Krists Konungs 27. ágúst

Á tónleikum í Kristskirkju kl. 20 sunnudaginn 27. ágúst 2023 verður flutt Maríumessa (fr. Messe de Nostre Dame) eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut. Maríumessa Machauts er eitt helsta meistaraverk miðaldatónlistar og framúrskarandi dæmi um sérstæða fjölröddun sinnar tíðar, sem er afar ólík þeirri fjölröddun sem síðar þróaðist í vestrænni tónlist. Á tónleikunum verður einnig fluttur gregorssöngur sem ásamt messu Machauts myndar eina heild. Á tónleikunum munu miðaldafiðla, blokkflautur og endurreisnarbásúnur (sackbut) hljóma með kórsöngnum.
Tónleikarnir eru hluti af lokaverkefni Ágústs Inga Ágústssonar í kórstjórn við Listaháskóla Íslands. Sönghópurinn Cantores Islandiae syngur á tónleikunum en Ágúst Ingi hefur stjórnað honum frá stofnun hans árið 2018. Hópurinn leggur sig eftir gregorssöng og tónlist fyrri alda.
Flytjendur auk Cantores Islandiae eru:
Lilja Dögg Gunnarsdóttir, mezzósópran,
Helga Aðalheiður Jónsdóttir, blokkflautur,
Hildigunnur Halldórsdóttir, miðaldafiðla,
Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir, sackbut,
Jens Bauer, sackbut.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á tónleikana.

Fjölröddun frá fjórtándu öld: Maríumessa eftir Guillaume de Machaut | Facebook

Related Posts