Föstutími

Kirkjan biður fyrir fórnarlömbum heimsfaraldurs

Allar kirkjur Evrópu munu halda hátíðarmessur yfir föstutímann

Frá og með öskudegi og allt til loka föstunnar bjóða forsetar biskupsráðstefnu Evrópu okkur að biðja fyrir fórnarlömbum heimsfaraldursins.

Margoft hafa biskupar um alla Evrópu tekið undir með Frans páfa og ítrekað stuðning kirkjunnar við alla þá sem glíma við kórónavírusinn: Fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra, sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn, sjálfboðaliða og alla þá sem standa í fremstu víglínu á þessum erfiðu tímum.

Nú og um allt föstutímabilið, verður stofnað til bænanets, evkaristísku keðjunnar, fyrir þau rúmlega 770.000 manna og kvenna sem látist hafa úr Covid-19 í Evrópu.

„Í sameiningu álitum við að tilefni væri til, eða öllu heldur þörf væri á að minnast sérstaklega fórnarlambanna, hinna fjölmörgu fórnarlamba heimsfaraldursins, í hinni heilögu messu á föstutímanum, segir í yfirlýsingu Bagnasco kardinála við upphaf bænakeðjunnar. Öll biskuparáð í Evrópu taka þátt í að skipuleggja að minnsta kosti eina messu: Þetta verður bænakeðja, evkaristísk keðja til minningar og í tilbeiðslu fyrir svo fjölmarga. Í þessari bæn viljum við einnig minnast syrgjandi fjölskyldna og allra þeirra sem enn þjást af vírusnum og eru enn í óvissu um hvort þeir lifi af“.

Framtakið, sem mun ná til allra biskuparáða Evrópu,eins og sjá má í meðfylgjandi dagatali, hefur þann tilgang að vera sameiningartákn og vonarneisti fyrir alla álfuna: „Við, biskupar Evrópu, erum öll sameinuð við hlið kristinna samfélaga okkar og presta okkar. Við erum þakklát öllum þeim sem halda áfram að helga sig þeim sem eru í mestri neyð. Við styðjum þau með orðum okkar og umfram allt með bænum okkar svo skuldbinding þeirra og vonin sem við verðum öll að hafa og viðhalda geti hjálpað okkur að horfa sameinuð til bjartari framtíðar “.

Tengill á myndskilaboð Bagnasco, kardínála og forseta CCEE.

Related Posts